31. maí 2006 : Vorferð Rauða kross ungmenna

Krakkarnir saman komnir á Þingvöllum.
Á uppstigningardag héldu tæplega 50 krakkar í ungmennastarfi Rauða kross deildanna á höfuðborgarsvæðinu í sameiginlega vorferð.

Eftir að allir höfðu verið sóttir lá leiðin á Þingvöll þar sem stoppað var við Hakið og útsýnið skoðað áður en gengið var niður Almannagjá. Frá Þingvöllum var haldið í Þrastarlund og slegið upp grillveislu á tjaldstæðinu, farið í leiki og mikið hlegið. Eftir ánægjulega veru í Þrastarlundi var brunað á Stokkseyri þar sem krakkarnir skelltu sér í sund.

31. maí 2006 : Vorferð Rauða kross ungmenna

Á uppstigningadag, 25. maí, héldu tæplega 50 krakkar í ungmennastarfi Rauða kross deildanna á höfuðborgarsvæðinu í sameiginlega vorferð.
Sjá frétt.
 

29. maí 2006 : Sjálfboðastörf á Íslandi. Þróun og rannsóknir

Steinunn er lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, en staða hennar er kostuð af Reykjavíkurdeild Rauða krossins.

Steinunn hefur sett upp og kennt ýmis námskeið sem taka fyrir sjálfboðin störf og stjórnun sjálfboðaliðasamtaka. Þá hefur hún  m.a. unnið að rannsóknum á gildi sjálfboðinna starfa fyrir samfélagið og skrifað fjölda greina í blöð og fræðirit um þessa málaflokka sem og að halda fjölmörg erindi innan háskólasamfélagsins, Rauða krossins og víðar. 

Meðfylgjandi grein birtist í Tímariti félagsráðgjafa 1. árg. 2006 sem kom út fyrir nokkrum dögum.

Sjálfboðastörf á Íslandi. Þróun og rannsóknir

20. maí 2006 : Ný stjórn URKÍ

Á aðalfundi URKÍ sem haldinn var föstudaginn 19. maí var kosið í nýja stjórn. Þeir Atli Örn Gunnarsson, Brynjar Már Brynjólfsson og Jens Ívar Albertsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Þeirra í stað koma þau Hildur Dagbjört Arnardóttir frá Ísafirði og Guðjón Ebbi Guðjónsson frá Sauðárkróki inn í stjórn. Eitt stjórnarsæti er enn óskipað og stefnt að því að halda auka aðalfund í haust til þess að fylla það sæti.