27. jún. 2006 : Fréttabréf LÆF

Þá er fréttabréf LÆF loksins komið út og fylgir hér í viðhengi.  Við hjá LÆF skorum á ykkur aðildarfélögin að senda okkur fréttir af ykkar starfi til birtingar í fréttabréfinu.  

Þá stendur líka til að fara að vinna í gangabanka um aðildarfélögin. Af þeim sökum hafði ég hugsað mér að fara í heimsóknir til aðildarfélaganna til þess að kynna okkur betur, hitt framkvæmdastjóra og vonandi stjórnar meðlimi, hlusta á það hvað fólki finnst um LÆF og hvað því finnst að LÆF ætti að einbeita sér að.  
 
Með kveðju 
Höskuldur

Fréttabréf LÆF

6. jún. 2006 : Líf og fjör á Björtum dögum

Krakkarnir í móttökudeild Lækjarskóla og Ungmennahreyfingu Rauða krossins í Hafnarfirði unnu saman að fræðslu um fordóma og mismunun.
Félagar í Ungmennahreyfingu Rauða krossins í Hafnarfirði, URKÍ-H, tóku á laugardaginn þátt í lista- og menningarhátíðinni Björtum dögum sem stendur yfir í Hafnarfjarðafirði þessa dagana.

Að deginum var opið hús í móttökudeild Lækjarskóla þar sem nemendur deildarinnar og félagar í URKÍ-H buðu uppá fjölbreytt skemmtiatriði. Krakkarnir sem fram komu voru á aldrinum 7-16 ára og unnu skemmtiatriðin sjálf. Meðal atriða voru dans, söngur og ljóðalestur. Í lokin sungu krakkarnir Meistara Jakob á móðurmáli sínu sem endaði í fjöldasöng á íslensku.

2. jún. 2006 : Sumarið er tíminn - áhættutími ?

Sumarið er tími bjartra sumarnátta og aukins frítíma ungs fólks og foreldra þeirra. Því miður fylgir sumrinu einnig aukin neysla áfengis- og annarra vímuefna meðal ungmenna. Of mörg ungmenni lenda í bílslysum, verða fyrir nauðgun eða taka þátt í kynlífi sem þau iðrast daginn eftir. Margt af þessu gerist þegar ungt fólk notar áfengi og verður varnarlaust vegna þess. Mikilvægt er að haft sé í huga að það er lögbrot að útvega ungmennum undir 20 ára áfengi.

Á þetta var lögð áhersla á blaðamannafundi sem SAMAN- hópurinn boðaði til í Grasagarðinum í gær.