31. júl. 2006 : James Cook leggur úr höfn

Ágústa, til vinstri og Lára með enskum skipsfélaga þeirra áður en þær lögðu úr höfn.
Föstudaginn 28. júlí lagði enska skólaskútan James Cook úr Hafnarfjarðarhöfn í átta daga ferð meðfram ströndum landsins. Meðal áhafnarmeðlima eru tvær stelpur úr Ungmennahreyfingu Rauða krossins, Lára Ágústsdóttir og Ágústa Aronsdóttir sem eru félagar í Kjósarsýsludeild. Eru þær fullar tilhlökkunar fyrir ferðalaginu.

Skútan er í eigu ensku samtakanna Ocean Youth Trust North og markmiðið með henni er að styrkja leiðtogahæfileika ungs fólks og þjálfa það í því að vinna í hópi. Auk þátttakenda frá Rauða krossi Íslands taka fulltrúar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg þátt í þessu skemmtilega verkefni.