11. ágú. 2006 : Alþjóðlegur dagur æskunnar 12. ágúst

Unglingar í félagsstarfi Rauða kross Íslands láta sig málin varða. Hafnarfjarðardeild tók þátt í Björtum dögum með móttökudeild Lækjarskóla í vor.
"Ungt fólk sem býður sig fram til starfa fyrir Rauða krossinn gefur tíma sinn og starfsgetu til nauðsynlegra verkefna sem það sér í sínu umhverfi. Þannig elst það upp við að leggja sitt af mörkum til að byggja upp betra samfélag," segir Juan Manuel Suárez del Toro forseti Alþjóða Rauða krossins, í yfirlýsingu í tilefni af alþjóðlegum degi æskunnar, 12. ágúst.

Hann bendir á að í mannúðarreglum félagsins segir að það standi fyrir gagnkvæman skilning, vináttu, samvinnu og varanlega frið meðal allra. Sífellt meiri þörf sé á þessum gildum í heiminum í dag og því sé nauðsynlegt að fjárfesta í framtíðinni.

11. ágú. 2006 : Alþjóðlegur dagur æskunnar 12. ágúst

„Ungt fólk sem býður sig fram til starfa fyrir Rauða krossinn gefur tíma sinn og starfsgetu til nauðsynlegra verkefna sem það sér í sínu umhverfi. Þannig elst það upp við að leggja sitt af mörkum til að byggja upp betra samfélag,” segir Juan Manuel Suárez del Toro forseti Alþjóða Rauða krossins, í yfirlýsingu í tilefni af alþjóðlegum degi æskunnar, 12. ágúst.