Framhaldsnámskeið fyrir leiðbeinendur í barna- og unglingastarfi
Námskeiðið hófst á því að Eygló Rúnarsdóttir, verkefnisstjóri hjá ÍTR, talaði um hlutverk leiðbeinenda í félagsstarfi, aga og hegðun. Konráð Kristjánsson kynnti Byggjum betra samfélag, hvað hefur verið gert og hvað væri framundan. Síðan var unnið í hópum. Hóparnir áttu að útskýra hvað felst í hugtökunum félagsleg einangrun, fordómum og mismunun og hvernig hægt væri að vinna með þessi hugtök undir Byggjum betra samfélag og tengt þetta verkefnum í barna- og ungmennastarfi.
Ljósmyndasýning Eldhuga opnuð í BYKO
Ljósmyndasýningin er afrakstur ljósmyndamaraþons sem Eldhugar þreyttu í haust. Markmiðið með ljósmyndamaraþoninu var að Eldhugar veltu fyrir sér einkennum vináttu, sérkennum síns heimabæjar og hvernig við flokkum oft og tíðum hluti og fólk á mjög staðlaðan hátt. Það var gagnlegt að komast að því að mörkin í slíkri flokkun eru, þegar betur er að gáð, ekki alltaf svo skýr.