17. des. 2007 : Nýr kafli í fræðsluefninu Ef bara ég hefði vitað

Rauði krossinn hefur bætt nýjum kafla við vef-fræðsluefnið „Ef bara ég hefði vitað”. Kaflinn heitir Ungar mæður og tekur á ýmsum málum sem varða kynlíf unglinga.

Á unglingsárunum verða margar líkamlegar, félagslegar og andlegar breytingar. Unglingurinn byrjar til dæmis að þroskast sem kynvera og kynferðislegar langanir vakna. Margir unglingar eru óöruggir þegar kemur að kynlífi, t.d. hvernig þeir eiga að fara að því að koma í veg fyrir þungun og smit af völdum kynsjúkdóma. Oft er það svo að unglingum finnst að ekkert geti komið fyrir þá.

„Ef bara ég hefði vitað” er fræðsluefni sem fjallar um hvernig maður getur hjálpað sjálfum sér, og öðrum, þegar maður upplifir alvarlega atburði. Með alvarlegum atburðum er átt við t.d. skilnað, dauðsfall, umferðarslys, alvarlega ólæknandi sjúkdóma, þunglyndi, ástarsorg og einelti.

3. des. 2007 : Frí faðmlög í boði Ungmennahreyfingarinnar

Á Alþjóðlega alnæmisdeginum 1. desember var Ungmennahreyfing Rauða krossins stödd í Smáralindinni til að vekja athygli á málefninu. Boðið var upp á frí faðmlög til þess að sýna fram á að alnæmi berst ekki með snertingu auk þess sem að krakkarnir bjuggu til alnæmismerkið á gólfi Smáralindar.

Krakkarnir seldu rauðar alnæmisnælur sem búnar voru til af fólki sem tekur þátt í sjálfshjálparhópi smitaðra á vegum Rauða krossins í Malaví og rennur allur ágóði af sölunni til hópsins. Á tveimur tímum náðist að safna um 27.000 krónum og á sá peningur eftir að koma að góðum notum.

Fyrr í vetur kom fulltrúi frá alþjóðasviði Rauða krossins og fræddi krakkana í Ungmennahreyfingunni um alnæmisvandann í sunnanverðri Afríku og starf Rauða krossins á þeim slóðum. Einnig komu læknanemar í heimsókn og voru með fræðslu um kynsjúkdóma og þar á meðal alnæmi.

28. nóv. 2007 : Ungmenni sækja á innan Alþjóða Rauða krossins

Formaður ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands, URKÍ, Jón Þorsteinn Sigurðsson sat fund Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem haldinn var í Genf í síðustu viku.

Helsta breytingin á lögum sem snerta ungmenni innan Alþjóða Rauða krossinn var að Ungmennaráðið (Youth Commission) var sett í fastari skorður innan laganna auk þess sem formaður nefndarinnar á nú fast sæti í stjórn alþjóðahreyfingarinnar.

„Þar með eru ungmenni innan Rauða krossins að sækja á innan hreyfingarinnar og vonast er til að fleiri landsfélög sendi fulltrúa ungmenna á fundi í framtíðinni," segir Jón Þorsteinn.  „Það var samdóma álit ungmenna sem hittust reglulega á hliðarfundum að sameinaður kraftur okkar er afl sem ekki er hægt að horfa framhjá."

23. nóv. 2007 : Ungt fólk í sókn innan Rauða krossins

Nú var að ljúka aðalfundi Alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem haldin var í Genf daganna 19. til 22. þ.m.  Formaður sótti fundin fyrir okkar hönd sem hefur verið baráttumál fyrrum formanna sem og annarra ungmenna í heiminum sem nú er í gegn. 

Aðal málefni fundarins voru Loftlagsbreytingar, fólksflutningar, sjúkdómar, ofbeldi og breyting á lögum félagsins.  Helsta breyting á lögum sem snertir okkur og ungmenni innan IFRC var að Ungmennaráðið (Youth Commission) var sett í fastari skorður innan laganna auk þess sem formaður nefndarinnar á nú fast sæti í stjórn alþjóðahreyfingarinnar.  Þar með eru ungmenni innan Rauða krossins að sækja á innan hreyfingarinnar og vonast er til að fleiri landsfélög sendi fulltrúa ungmenna á fundi framtíðarinnar. Nánar er hægt að lesa um fundin hér og hér. 

Ungmennaverðlaunin voru veitt og voru það 5 landsfélög sem hlutu þau þetta árið. Má lesa nánar um það hér hverjir hlutu þessi verðlaun.  Samdóma álitt ungmenna, sem hittust reglulega á hliðar-fundum, er að sameinaður kraftur okkar ungmenna er afl sem ekki er hægt að horfa

12. okt. 2007 : Ungmennastarf Rauða krossins á Stöðvarfirði

Í Grunnskólanum á Stöðvarfirði er mannréttindafræðsla valgrein fyrir 9. og 10. bekk. Stuðst er við bókina Mannréttindi eftir Ágúst Þór Árnason sem gefin er út af Rauða krossinum. Leiðbeinandi er Björgvin Valur Guðmundsson en hann sér um vetrarstarf ungmenna Rauða krossins á staðnum.

Fjögur ungmenni fóru á landsmótið hjá URKI sem haldið var í Klébergsskóla á Kjalarnesi um síðustu helgi. Er þetta í fyrsta skipti sem ungmenni frá Stöðvarfirði fara á mót hjá URKI.

9. okt. 2007 : Fjallað um flóttamenn á landsmóti URKÍ

Mikið fjör var á vel sóttu landsmóti Ungmennahreyfingar Rauða krossins á Kjalarnesi um helgina. Ýmislegt skemmtilegt var brallað á kvöldvökum, farið var í sund, leiki og skemmtilega hópavinnu.

Þema mótsins var flóttamenn. Atli Viðar Thorstensen, verkefnisstjóri Rauða krossins í málefnum flóttamanna og hælisleitenda flutti athyglisvert erindi og sýndi kvikmynd um efnið.

Í hópavinnu þurftu þátttakendur meðal annars að setja sig í það hlutverk að flýja Ísland vegna ofsókna og setjast að í ólíku landi.

1. okt. 2007 : Landsmót URKÍ 2007

Landsmót Ungmenahreyfingar RKÍ verður haldið dagana 5.-7. október 2007 á Kjalarnesi.

Landsmótið er opið öllum þeim sem eru þáttakendur í barna- og ungmennastarfi RKÍ. Gist verður í Klébergsskóla á Kjalarnesi (svefnpokagisting) og matur er innifalinn. Þáttakendur sjá sjálfir um að koma sér á staðinn.

Síðasti dagur til skráningar er miðvikudagurinn 3.október nk

Smellið á lesa meira til að sjá dagskrá mótsins.

 

Fyrir hönd undirbúningshópsins;

Arnar Benjamín Kristjánsson, formaur Verkefnanefndar URKÍ
Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaformaður Verkefnanefndar URKÍ

25. sep. 2007 : Tómstundahópur fyrir fatlaða Skagafirði

Skagafjarðardeild Rauða kross Íslands fór árið 2006 af stað með verkefni sem kallast „Tómstundahópar fyrir fatlaða".  Þau fóru meðal annars til Spánar í sumar.

25. sep. 2007 : Staða ungra innflytjenda

Mikið fjölmenni var á málþingi um stöðu ungra innflytjenda og framtíð þeirra í íslensku þjóðfélagi sem var haldið í Menntaskólanum í Hamrahlíð í gær.

Tilgangurinn með málþinginu er að láta rödd ungmenna, sem flust hafa hingað til lands og eiga hér heima, heyrast og auka þannig skilning milli þeirra og annarra landsmanna. Þarna gafst ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri um hvernig hægt sé að byggja framtíð Íslands með tilliti til allra sem hér búa og stuðla að heilbrigðu umhverfi fyrir samfélagið sem heild.

Rúmlega 200 manns alls staðar að úr heiminum sóttu þingið og komu með reynslusögur. Þátttakendur voru virkir og líflegar umræður urðu í salnum. Einnig fór fram hópastarf. Niðurstöður þeirra verða teknar saman og birtar siðar.

24. sep. 2007 : Ungmenni af erlendum uppruna ræða framtíð sína á Íslandi

Mánudaginn 24. september stendur hópur ungs fólks af erlendum uppruna fyrir málþingi um stöðu sína og framtíð í íslensku þjóðfélagi. Málþingið er haldið í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð og hefst kl. 08:30, og stendur til 12:30.

Tilgangurinn með málþinginu er að láta rödd ungmenna, sem hafa flust hingað til lands og eiga hér heima, heyrast og auka þannig skilning milli þeirra og annarra landsmanna. Þarna gefst  ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára loksins tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri um hvernig hægt sé að byggja framtíð Íslands með tilliti til allra sem hér búa og stuðla að heilbrigðu umhverfi fyrir samfélagið sem heild. Þau vilja með þessu sýna frumkvæði og taka virkan þátt í mótun íslensks fjölmenningarsamfélags.

24. sep. 2007 : Skemmtilegir krakkar í Enter og Eldhugum hittast aftur eftir sumarfrí

Starf Kópavogsdeildar með ungmennum, Enter og Eldhugar, fór aftur af stað af fullum krafti í síðustu viku. Enter-hópurinn eru ungir innflytjendur 9 -12 ára sem koma úr móttökudeild nýbúa í Hjallaskóla. Eldhugar skipa 13-16 ára ungmenni víðs vegar að úr Kópavogi, íslensk og erlend.
 
Krakkarnir í Enter byrjuðu á því að fara í nafnaleiki til að hrista af sér feimni og læra nöfn allra í hópnum. Einnig sögðu þau aðeins frá sér til að kynnast hvert öðru betur. Gaman er frá því að segja að í hópnum eru krakkar með alls konar þjóðerni, frá eins ólíkum löndum og Nepal og Þýskalandi.

21. sep. 2007 : Námskeið fyrir leiðbeinendur í barna- og ungmennastarfi

Haldið var tveggja daga námskeið fyrir verðandi leiðbeinendur í barna- og ungmennastarfi innan Rauða krossins um síðustu helgi. Eldri leiðbeinendur tóku þátt seinni daginn.

 

12. sep. 2007 : Heimanámsaðstoð fyrir börn af erlendum uppruna

Aðstoð við heimanám barna af erlendum uppruna hefst aftur á haustdögum. Fer það fram í Fellaskóla og í húsnæði Reykjavíkurdeildar. Sjálfboðaliðar Rauða krossins aðstoða börnin við námið, efla íslenskukunnáttu þeirra og hjálpa þeim við að auka orðaforða sinn. Þegar vel gengur og börnin klára heimalærdóminn fljótt og örugglega er tíminn nýttur til leikja og að hafa gaman saman.

Heimanámsaðstoðin fer fram einu sinni í viku, á mánudögum í húsnæði Reykjavíkurdeildar að Laugavegi 120 og á miðvikudögum í Fellaskóla.

Börn sem notið hafa aðstoðar sjálfboðaliða við heimanámið hafa verið mjög ánægð og kennarar barnanna hafa einnig lýst ánægju sinni með árangursríkt starf. Aðsókn nemenda er mikil og því miður komast færri börn að en vilja þar sem sjálfboðaliðar geta einungis sinnt fáum einstaklingum í hvert sinn.

16. ágú. 2007 : Hendum fordómunum á Menningarnótt

Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands tekur þátt í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar á Menningarnótt með tvennum hætti að þessu sinni. Tveir hópar Ungmennadeildar Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R) verða áberandi á götum borgarinnar á þessum hátíðardegi þó með ólíkum hætti sé.

Skyndihjálparhópurinn gegnir sem fyrr mikilvægu hlutverki í öryggisgæslu höfuðborgarinnar og starfar við hlið lögreglu og björgunarsveita við eftirlit og aðstoð. Félagar í skyndihjálparhópnum verða á ferðinni um borgina svo lengi sem þörf er á og veita þeim sem á þurfa að halda fyrstu hjálp. Hópurinn hefur mikla reynslu af aðstoð á viðburðum sem þessum og er það Reykjavíkurdeild Rauða krossins sönn ánægja að geta boðið fram þjónustu sína á stærstu samkomu Reykjavíkurborgar.

14. ágú. 2007 : Unglingastarfið á fullt eftir sumarfrí

Hjá Kópavogsdeild Rauða krossins eru starfandi tveir hópar ungs fólks, Enter og Eldhugar. Starfsemin hefur legið niðri í sumar en í september hefst starfið af fullum þunga að nýju.

3. ágú. 2007 : Ungmenni á sumarbúðum í heimsókn

Í síðustu viku tóku sjálfboðaliðar Akranesdeildar á móti 8 börnum og unglingum á aldrinum 7-16 ára. Ungmennin eru þátttakendur á sumarbúðum í Holti í Borgarfirði.

25. júl. 2007 : Vinnuskóla fræðsla Rauða krossins og Lýðheilsustöðvar

Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og Lýðheilsustöð hafa á undanförnum árum verið með fræðslu fyrir starfsmenn Vinnuskóla Reykjavíkur. Í ár voru það grunnskólanemendur sem útskrifuðust úr 10. bekk sem fengu fræðslu.

Í fræðslunni er lögð áhersla á að auka víðsýni og umburðalyndi ásamt því að leggja rækt við geðheilsuna. Þeir Davíð og Elías stóðu að fræðslunni fyrir hönd Rauða krossins og Lýðheilstöðvar og var sú breyting gerð á í sumar að hafa fræðsluna í hverfum borgarinnar en ekki í húsnæði Reykjavíkurdeildar líkt og fyrri ár.

17. júl. 2007 : Hlýlegt andrúmsloft á sumarbúðum Rauða krossins

Það er líf og fjör á Löngumýri í Skagafirði þessa dagana þar sem sumarbúðir Rauða krossins fyrir fatlaða einstaklinga standa yfir.

Dagskráin er hlaðin skemmtilegum uppákomum. Fyrsta daginn var farið yfir undirstöðuatriði skyndihjálpar og horft á mynd um sögu og starf Rauða krossins. Eftir það var farið í leik sem byggir á grundvallarmarkmiðunum sjö um mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfstæði, sjálfboðna þjónustu, einingu og alheimshreyfingu. Síðar verður farið á hestbak, í flúðasiglingar, sjóferð, fjallgöngu og ýmsa leiki. Daglega er farið í sund í Varmahlíð og endað með kvöldvöku þar sem flestir leggja til efni.

„Það er einstakt andrúmsloft á sumarbúðunum. Allir fá að spreyta sig á verkefnum við sitt hæfi og eru virkir í leikjum dagsins. Það sem stendur upp úr er lífsgleðin sem skín úr hverju andliti,” segir Gunnar Rögnvaldsson formaður Skagafjarðardeildar Rauða krossins.

9. júl. 2007 : Fjölsmiðja stofnsett á Akureyri

Í dag var skrifað undir skipulagsskrá fyrir Fjölsmiðjuna á Akureyri í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2. Skipuð var stjórn sem skipti með sér verkum. Formaður er Úlfar Hauksson.

3. júl. 2007 : Sumarverkefni SAMAN-hópsins

Í byrjun júní hélt SAMAN hópurinn blaðamannafund í Kársnesskóla Kópavogi til að kynna sumarverkefni SAMAN hópsins undir yfirskriftinni Fjölskyldan saman með börnin í fókus, sýnum umhyggju í verki.minningum.

25. jún. 2007 : Börn útskrifuð með glæsibrag

Tæplega 30 börn, strákar og stelpur á aldrinum 10 til 14 ára sátu námskeiðið Börn og umhverfi sem Ísafjarðardeild Rauða krossins stóð fyrir á dögunum.

Á námskeiðinu var farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt var um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð var áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fengu þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Að námskeiðinu loknu fengu börnin skyndihjálpartösku og handbók sem gott er að hafa við höndina við ummönnun barna. 

6. jún. 2007 : Öflugt starf unga fólksins í Kópavogi

Þátttaka ungs fólks í starfi Kópavogsdeildar Rauða krossins hefur vaxið mikið á undanförnum misserum. Margir hafa gerst sjálfboðaliðar í ýmsum verkefnum og ný verkefni fyrir ungmenni hafa orðið til og fest rætur. Þar eru ungir innflytjendur áberandi.

4. jún. 2007 : Vorfagnaður URKÍ-R

Ungmennadeild Reykavíkurdeildar Rauða kross Íslands (URKÍ-R) hélt vorfagnað á dögunum. Sjálfboðaliðar deildarinnar fjölmenntu á landsskrifstofu Rauða kross Íslands þar sem leikurinn Storm of ’76 var leikinn. Þetta er hlutverkaleikur með skemmtilegu glæpsamlegu ívafi og höfðu allir kynnt sér sitt hlutverk vel áður en mætt var á vorfagnaðinn.

Það voru því kynlegir kvistir sem sáust bregða fyrir þetta kvöld og skemmtu sér allir konunglega. Sjálfboðaliðarnir gæddu sér svo á gómsætum hamborgurum og öðru ljúfmeti þetta góða kvöld.

30. maí 2007 : Þjóðfélagsþegnar

Jón Þorsteinn skrifar um fjölmenningarsamfélagið. Greinin birtist í Morgunblaðinu 29. maí 2007.

22. maí 2007 : Sérlega vel heppnuð vorferð barna og ungmenna

Í síðustu viku héldu börn og ungmenni sem taka þátt í Rauða kross starfi á höfuðborgarsvæðinu í sína árlegu vorferð. Ferðin var dagsferð þar sem frí var í skólum og því kjörið tækifæri fyrir alla í ungmennastarfi Rauða krossins til að hittast og kynnast og hafa gaman saman.

Dagskrá ferðarinnar var bæði skemmtileg og vegleg og slæmt veður kom ekki að sök. Förinni var heitið á Reykjanesskagann þar sem öllum var boðið í Vatnaveröld sem er nýr sundlaugaskemmtigarður. Þar á eftir var komið við í húsnæði Suðurnesjadeildar Rauða krossins þar sem öllum var boðið upp á pizzu. Grindavíkurdeild bauð svo öllum hópnum í miðdegishressingu og leiki.

19. maí 2007 : Ný stjórn URKÍ

Ný stjórn URKÍ 2007-2008 er þannig skipuð:
Jón Þorsteinn Sigurðsson, formaður
Arnar Benjamín Kristjánsson, meðstjórnandi
Kristjana Þrastardóttir, meðstjórnandi
Auður Ásbjörnsdóttir, meðstjórnandi
Guðjón Ebbi Guðjónsson, meðstjórnandi
Pálína Björk Matthíasóttir, meðstjórnandi
Hannes Arnórsson, meðstjórnandi
Gunnlaugur Bragi Björnsson, varamaður í stjórn
María Ágústsdóttir, varamaður í stjórn

Sjá meira í fullri lengd fréttar.

4. maí 2007 : Ungmenni í Eldhugum og Enter sýna skapandi verk á Kópavogsdögum

Í tilefni Kópavogsdaga verður Kópavogsdeild Rauða krossins með kynningarbás í Smáralind laugardaginn 5. maí kl. 12-16. Ungmenni og sjálfboðaliðar í Enter og Eldhugum munu sýna skapandi verkefni sín og kynna starfið.

3. maí 2007 : Landsfundur URKÍ

L a n d s f u n d u r

Landsfundur Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands verður haldinn föstudaginn 18. maí í húsnæði Akureyrardeildar Rauða kross Íslands Viðjulundi 2 á Akureyri.
Fundurinn hefst klukkan 20:00.

Dagskrá landsfundar samkvæmt 6. grein starfsreglna URKÍ er eftirfarandi:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um síðasta starfsár lögð fram til umræðu.
3. Framkvæmda- og fjárhagsáætlun næsta árs lagðar fram til kynningar og umræðu skv. 8. gr.
4. Tillögur að breytingum á starfsreglum, skv. 9. gr.
5. Kosning formanns samkvæmt 7. gr.
6. Kosning annarra stjórnarmanna til eins árs skv. 7. gr.
7. Önnur mál.

Það skal tekið fram að allir félagar URKÍ eiga rétt til setu á landsfundinum með tillögu- og atkvæðisrétti að fengnu samþykki viðkomandi deildar og eru hvattir til að mæta á fundinn.
Starfsreglur URKÍ má sjá hér á vefnum.

                                                                         Stjórn URKÍ.

30. apr. 2007 : Takk fyrir allt sem ég hef

Hlutverkaleikurinn Á flótta var leikinn á Norðurlandi dagana 17. og 18. mars í samstarfi Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar og Skagafjarðardeildar Rauða kross Íslands við áfanga FLÓ 101 í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

25. apr. 2007 : SAMAN hópurinn fékk íslensku lýðheilsuverðlaunin

Í gær fékk SAMAN hópurinn íslensku lýðheilsuverðlaunin 2007 fyrir að leiða saman ólíka aðila til stuðnings íslenskum foreldrum í vandasömu uppeldishlutverki þeirra. Það var Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem afhenti verðlaunin.

18. apr. 2007 : Tímamót í starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar OZ

Á dögunum var haldin samkoma í Félagsmiðstöðinni OZ í Vík í tilefni þess að formlegri þátttöku Víkurdeildar Rauða krossins í rekstrinum var hætt. Dagskrá kvöldsins var fjölbreytt og menningarleg. Ávörp voru flutt og síðan myndasýningar og tónlistaratriði í umsjá ungmenna. Mikið líf var í húsinu þetta kvöld, ungir sem aldnir tóku þátt, hver á sinn hátt, enda aðstaða öll til mikillar fyrirmyndar.

Upphaf félagsmiðstöðvarinnar má rekja til þess að vorið 2000 sendu nemendur grunnskóla Mýrdalshrepps hreppsnefndinni bréf þar sem farið var fram á að starfrækt yrði félagsmiðstöð í Mýrdalshreppi.

29. mar. 2007 : Vefsíða Eldhuga opnuð og Eldhugablaðið gefið út

Í dag efna Eldhugar til útgáfuteitis í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar þar sem opnuð verður vefsíða Eldhuga og útgáfu Eldhugablaðsins verður fagnað. Boðsgestir í teitinu verða ungmenni úr Hafnarfjarðardeild Rauða krossins.

Á forsíðunni á vef Kópavogsdeildar má nú finna hlekk til hægri inn á vefsíðu Eldhuga. Bein slóð á vefsíðuna er: www.redcross.is/eldhugar. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um starf Eldhuga. Eldhugablaðið inniheldur efni sem Eldhugar hafa sett saman og tengist markmiði þeirra að byggja betra samfélag án mismununar og fordóma.

28. mar. 2007 : Guðný Halla hlaut 1. verðlaun í Byggjum betra samfélag ljósmyndasamkeppni

Guðný Halla Guðmundsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í ljósmyndamaraþoni Ungmennahreyfingar Rauða krossins í Hafnarfirði sem haldin var á dögunum. Að launum fékk hún stafræna myndavél frá Hans Petersen í Firði.

27. mar. 2007 : Víetnamskur dagur

Verkefnið Framtíð í nýju landi stóð fyrir víetnömskum degi 11. mars síðastliðinn. Einn hluti verkefnisins er þáttur mentora sem undirbjuggu dagskrá dagsins og voru með kynningar. Mentorar eru sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum sem styðja við ungt fólk af víetnömskum uppruna, mentee.

Kynnt var saga Víetnam, etnískir hópar, trúarbrögð, nöfn, hjátrú og ýmsar athafnir eins og jarðarfarir, trúlofanir og brúðkaup. Einnig voru kynntar bókmenntir og tónlist frá Víetnam. Víetnömsku ungmennin höfðu einnig útbúið víetnamskar veitingar sem smökkuðust dásamlega.

22. mar. 2007 : 21. mars Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttafordómum

21. mars er alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti. Árlega koma þúsundir manna saman þennan dag til að vinna gegn fordómum og misrétti fólks af ólíkum uppruna.

20. mar. 2007 : Nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra tók þátt í hlutverkaleiknum Á flótta

Hlutverkaleikurinn Á flótta var leikinn á Norðurlandi síðastliðna helgi í samstarfi Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar og Skagafjarðardeildar Rauða kross Íslands og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt samstarf hefur verið með uppsetningu leiksins.

13. mar. 2007 : Ný stjórn URKÍ-R

Aðalfundur Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands var haldinn þriðjudaginn 13. mars. Á fundinum var kosið í nýja stjórn URKÍ-R, en þrír eldri stjórnarmenn kvöddu stjórnina.

Unnur Hjálmarsdóttir fráfarandi formaður lét af störfum, en Unnur hefur setið í stjórn í átta ár og af þeim fjögur ár sem formaður. Einnig lét af störfum Magnús Pétursson gjaldkeri og Steinunn Ó. Brynjarsdóttir meðstjórnandi. 

Hannes Arnórsson fráfarandi varaformaður bauð sig fram sem formann og var hann kosinn einróma. María Ágústsdóttir heldur áfram í stjórn en hún var kosin til tveggja ára á síðasta aðalfundi.

Nýja stjórn skipa þau:
Berglind Rós Karlsdóttir - kosin til eins árs
Gunnlaugur Bragi Björnsson - kosinn til tveggja ára 
Hannes Arnórsson  - Formaður
María Ágústsdóttir - situr nú sitt seinna ár í stjórn
María Guðrún Gunnlaugsdóttir - kosin til eins árs

Mun ný stjórn skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi.

19. feb. 2007 : Fjör á grunnnámskeiði URKÍ í Alviðru

Félagar Ungmennahreyfingar Rauða krossins í deildunum í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík tóku þátt í grunnnámskeiði í Alviðru um helgina. Lagt var af stað síðdegis á föstudag og komið til baka á laugardagskvöld.

Á námskeiðinu lögðu krakkarnir áherslu á sjö grundvallarmarkmið Rauða krossins og voru samin leikrit til að túlka markmiðin. Þau lærðu jafnframt um upphaf hreyfingarinnar og fengu að heyra sögu Henry Dunant stofnanda Rauða krossins.

16. feb. 2007 : Rauði krossinn á framhaldsskólaböllum

Skyndihjálparhópur Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands sinnir mikilvægu hlutverki á böllum framhaldsskólanema.
Ingibjörg B. Sveinsdóttir blaðamaður fjallaði um starfið í Blaðinu þann 13. febrúar 2007.

13. feb. 2007 : Smokkasjálfsalar settir upp í Flensborg

Síðastliðinn miðvikudag afhenti Hrafnhildur Halldórsdóttir stjórnarmaður í Hafnarfjarðardeild Rauða kross Íslands fulltrúum nemenda í Flensborgarskólanum tvo smokkasjálfsala að gjöf.

Gjöf þessi er hluti af stuðningi Hafnarfjarðardeildar við forvarnastarf í þágu ungs fólks. Sjálfsölunum verður komið fyrir á kvenna- og karlasalernum í skólanum. Með þessu framtaki er ungu fólki auðveldaður aðgangur að öruggri getnaðarvörn og einu vörninni gegn kynsjúkdómum.

Í máli Hrafnhildar við afhendinguna kom fram að nýsmit klamidíu er mjög hátt á Íslandi og er ungt fólk í miklum meirihluta þeirra sem smitast. Jafnframt eru ótímabærar þunganir um 350 á ári og þar af fara um 200 stúlkur í fóstureyðingu.

5. feb. 2007 : Skipulagt tómstundastarf hefur jákvæð áhrif í lífi unglinga.

Rannsóknir & greining, sem er rannsóknarsetur á vegum kennslufræði- og lýðheilsudeildar HR, kynnti í síðustu viku niðurstöður viðamikillar rannsóknar á högum og líðan íslenskra ungmenna í efstu bekkjum grunnskólans. Þessi rannsókn er unnin að beiðni menntamálaráðuneytisins og tóku 7430 nemendur úr 9. og 10. bekk þátt í henni, en það eru rúmlega 80% allra nemenda í þessum aldurshópum á Íslandi.

Skýrslan sem unnin hefur verið úr rannsókninni ber heitið Ungt fólk 2006,  Menntun, menning, tómstundir og íþróttaiðkun ungmenna á Íslandi. Í skýrslunni eru ítarlegar upplýsingar um hagi og lífshætti unglinga settar fram með margvíslegum hætti.

2. feb. 2007 : ,,Mikilvægt að halda ró sinni"

Þriðjudagaskvöldið 30. janúar tóku tveir sjálfboðaliðar í Skyndihjálparhóp Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, sem einnig eru félagar í Björgunarsveit Árborgar, þátt í mjög erfiðu, en vel heppnuðu björgunarstarfi í Ölfusá í Árborg. Þeir Viðar Arason hópstjóri og Tryggvi Pálsson sjálfboðaliði í Skyndihjálparhópnum björguðu ungum manni sem ekið hafði út í Ölfusána eftir að bíl hans lenti utan vegar við Árveg, rétt norðan Ölfusárbrúar.

Þetta kvöld var töluvert mikið í ánni og þurfti að notast við björgunarbát. Ökumaðurinn var hættur að anda þegar í bátinn kom en var þó með púls.

9. jan. 2007 : FYRIR UNGT FÓLK - 16-18 ára

ATHUGIÐ BREYTTA DAGSETNINGU!

Nú er að detta í gang ungmennahópur fyrir hresst og skemmtilegt fólk á aldrinum 16 til 18 ára á höfuðborgarsvæðinu.

Verkefni hópsins verða augljóslega margvísleg og afar skemmtileg og því
eru sem flestir hvattir til að mæta á fund  
 mánudaginn 22. janúar klukkan 17:00 í húsnæði Reykjavíkurdeildar, Laugavegi 120.
 
 Endilega sendu Marín Þórsdóttur töluvpóst ef  þú ætlar að mæta eða ef þú kemst ekki á fundinn en vilt vera með. Netfangið hennar er
[email protected] en hún veitir einnig nánari upplýsingar. Einnig er hægt að hringja í síma 5450407


Þar verður farið yfir verkefni vetrarins og teknar mikilvægar upplýsingar innan hópsins.

Hefð hefur verið fyrir slíkum hópum innan Urkí-R og nú er komið að því að þú fáir að njóta þeirrar gleði og þess baráttuvilja sem þar ríkir.