9. jan. 2007 : FYRIR UNGT FÓLK - 16-18 ára

ATHUGIÐ BREYTTA DAGSETNINGU!

Nú er að detta í gang ungmennahópur fyrir hresst og skemmtilegt fólk á aldrinum 16 til 18 ára á höfuðborgarsvæðinu.

Verkefni hópsins verða augljóslega margvísleg og afar skemmtileg og því
eru sem flestir hvattir til að mæta á fund  
 mánudaginn 22. janúar klukkan 17:00 í húsnæði Reykjavíkurdeildar, Laugavegi 120.
 
 Endilega sendu Marín Þórsdóttur töluvpóst ef  þú ætlar að mæta eða ef þú kemst ekki á fundinn en vilt vera með. Netfangið hennar er
[email protected] en hún veitir einnig nánari upplýsingar. Einnig er hægt að hringja í síma 5450407


Þar verður farið yfir verkefni vetrarins og teknar mikilvægar upplýsingar innan hópsins.

Hefð hefur verið fyrir slíkum hópum innan Urkí-R og nú er komið að því að þú fáir að njóta þeirrar gleði og þess baráttuvilja sem þar ríkir.