Vefsíða Eldhuga opnuð og Eldhugablaðið gefið út
Á forsíðunni á vef Kópavogsdeildar má nú finna hlekk til hægri inn á vefsíðu Eldhuga. Bein slóð á vefsíðuna er: www.redcross.is/eldhugar. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um starf Eldhuga. Eldhugablaðið inniheldur efni sem Eldhugar hafa sett saman og tengist markmiði þeirra að byggja betra samfélag án mismununar og fordóma.
Guðný Halla hlaut 1. verðlaun í Byggjum betra samfélag ljósmyndasamkeppni
Guðný Halla Guðmundsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í ljósmyndamaraþoni Ungmennahreyfingar Rauða krossins í Hafnarfirði sem haldin var á dögunum. Að launum fékk hún stafræna myndavél frá Hans Petersen í Firði.
Víetnamskur dagur
Verkefnið Framtíð í nýju landi stóð fyrir víetnömskum degi 11. mars síðastliðinn. Einn hluti verkefnisins er þáttur mentora sem undirbjuggu dagskrá dagsins og voru með kynningar. Mentorar eru sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum sem styðja við ungt fólk af víetnömskum uppruna, mentee.
Kynnt var saga Víetnam, etnískir hópar, trúarbrögð, nöfn, hjátrú og ýmsar athafnir eins og jarðarfarir, trúlofanir og brúðkaup. Einnig voru kynntar bókmenntir og tónlist frá Víetnam. Víetnömsku ungmennin höfðu einnig útbúið víetnamskar veitingar sem smökkuðust dásamlega.
21. mars Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttafordómum
21. mars er alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti. Árlega koma þúsundir manna saman þennan dag til að vinna gegn fordómum og misrétti fólks af ólíkum uppruna.
Nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra tók þátt í hlutverkaleiknum Á flótta
Hlutverkaleikurinn Á flótta var leikinn á Norðurlandi síðastliðna helgi í samstarfi Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar og Skagafjarðardeildar Rauða kross Íslands og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt samstarf hefur verið með uppsetningu leiksins.
Ný stjórn URKÍ-R
Unnur Hjálmarsdóttir fráfarandi formaður lét af störfum, en Unnur hefur setið í stjórn í átta ár og af þeim fjögur ár sem formaður. Einnig lét af störfum Magnús Pétursson gjaldkeri og Steinunn Ó. Brynjarsdóttir meðstjórnandi.
Hannes Arnórsson fráfarandi varaformaður bauð sig fram sem formann og var hann kosinn einróma. María Ágústsdóttir heldur áfram í stjórn en hún var kosin til tveggja ára á síðasta aðalfundi.
Nýja stjórn skipa þau:
Berglind Rós Karlsdóttir - kosin til eins árs
Gunnlaugur Bragi Björnsson - kosinn til tveggja ára
Hannes Arnórsson - Formaður
María Ágústsdóttir - situr nú sitt seinna ár í stjórn
María Guðrún Gunnlaugsdóttir - kosin til eins árs
Mun ný stjórn skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi.