Takk fyrir allt sem ég hef
Hlutverkaleikurinn Á flótta var leikinn á Norðurlandi dagana 17. og 18. mars í samstarfi Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar og Skagafjarðardeildar Rauða kross Íslands við áfanga FLÓ 101 í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
SAMAN hópurinn fékk íslensku lýðheilsuverðlaunin
Tímamót í starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar OZ
Á dögunum var haldin samkoma í Félagsmiðstöðinni OZ í Vík í tilefni þess að formlegri þátttöku Víkurdeildar Rauða krossins í rekstrinum var hætt. Dagskrá kvöldsins var fjölbreytt og menningarleg. Ávörp voru flutt og síðan myndasýningar og tónlistaratriði í umsjá ungmenna. Mikið líf var í húsinu þetta kvöld, ungir sem aldnir tóku þátt, hver á sinn hátt, enda aðstaða öll til mikillar fyrirmyndar.
Upphaf félagsmiðstöðvarinnar má rekja til þess að vorið 2000 sendu nemendur grunnskóla Mýrdalshrepps hreppsnefndinni bréf þar sem farið var fram á að starfrækt yrði félagsmiðstöð í Mýrdalshreppi.