30. maí 2007 : Þjóðfélagsþegnar

Jón Þorsteinn skrifar um fjölmenningarsamfélagið. Greinin birtist í Morgunblaðinu 29. maí 2007.

22. maí 2007 : Sérlega vel heppnuð vorferð barna og ungmenna

Í síðustu viku héldu börn og ungmenni sem taka þátt í Rauða kross starfi á höfuðborgarsvæðinu í sína árlegu vorferð. Ferðin var dagsferð þar sem frí var í skólum og því kjörið tækifæri fyrir alla í ungmennastarfi Rauða krossins til að hittast og kynnast og hafa gaman saman.

Dagskrá ferðarinnar var bæði skemmtileg og vegleg og slæmt veður kom ekki að sök. Förinni var heitið á Reykjanesskagann þar sem öllum var boðið í Vatnaveröld sem er nýr sundlaugaskemmtigarður. Þar á eftir var komið við í húsnæði Suðurnesjadeildar Rauða krossins þar sem öllum var boðið upp á pizzu. Grindavíkurdeild bauð svo öllum hópnum í miðdegishressingu og leiki.

19. maí 2007 : Ný stjórn URKÍ

Ný stjórn URKÍ 2007-2008 er þannig skipuð:
Jón Þorsteinn Sigurðsson, formaður
Arnar Benjamín Kristjánsson, meðstjórnandi
Kristjana Þrastardóttir, meðstjórnandi
Auður Ásbjörnsdóttir, meðstjórnandi
Guðjón Ebbi Guðjónsson, meðstjórnandi
Pálína Björk Matthíasóttir, meðstjórnandi
Hannes Arnórsson, meðstjórnandi
Gunnlaugur Bragi Björnsson, varamaður í stjórn
María Ágústsdóttir, varamaður í stjórn

Sjá meira í fullri lengd fréttar.

4. maí 2007 : Ungmenni í Eldhugum og Enter sýna skapandi verk á Kópavogsdögum

Í tilefni Kópavogsdaga verður Kópavogsdeild Rauða krossins með kynningarbás í Smáralind laugardaginn 5. maí kl. 12-16. Ungmenni og sjálfboðaliðar í Enter og Eldhugum munu sýna skapandi verkefni sín og kynna starfið.

3. maí 2007 : Landsfundur URKÍ

L a n d s f u n d u r

Landsfundur Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands verður haldinn föstudaginn 18. maí í húsnæði Akureyrardeildar Rauða kross Íslands Viðjulundi 2 á Akureyri.
Fundurinn hefst klukkan 20:00.

Dagskrá landsfundar samkvæmt 6. grein starfsreglna URKÍ er eftirfarandi:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um síðasta starfsár lögð fram til umræðu.
3. Framkvæmda- og fjárhagsáætlun næsta árs lagðar fram til kynningar og umræðu skv. 8. gr.
4. Tillögur að breytingum á starfsreglum, skv. 9. gr.
5. Kosning formanns samkvæmt 7. gr.
6. Kosning annarra stjórnarmanna til eins árs skv. 7. gr.
7. Önnur mál.

Það skal tekið fram að allir félagar URKÍ eiga rétt til setu á landsfundinum með tillögu- og atkvæðisrétti að fengnu samþykki viðkomandi deildar og eru hvattir til að mæta á fundinn.
Starfsreglur URKÍ má sjá hér á vefnum.

                                                                         Stjórn URKÍ.