Börn útskrifuð með glæsibrag
Tæplega 30 börn, strákar og stelpur á aldrinum 10 til 14 ára sátu námskeiðið Börn og umhverfi sem Ísafjarðardeild Rauða krossins stóð fyrir á dögunum.
Á námskeiðinu var farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt var um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð var áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fengu þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Að námskeiðinu loknu fengu börnin skyndihjálpartösku og handbók sem gott er að hafa við höndina við ummönnun barna.
Öflugt starf unga fólksins í Kópavogi
Vorfagnaður URKÍ-R
Það voru því kynlegir kvistir sem sáust bregða fyrir þetta kvöld og skemmtu sér allir konunglega. Sjálfboðaliðarnir gæddu sér svo á gómsætum hamborgurum og öðru ljúfmeti þetta góða kvöld.