Vinnuskóla fræðsla Rauða krossins og Lýðheilsustöðvar
Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og Lýðheilsustöð hafa á undanförnum árum verið með fræðslu fyrir starfsmenn Vinnuskóla Reykjavíkur. Í ár voru það grunnskólanemendur sem útskrifuðust úr 10. bekk sem fengu fræðslu.
Í fræðslunni er lögð áhersla á að auka víðsýni og umburðalyndi ásamt því að leggja rækt við geðheilsuna. Þeir Davíð og Elías stóðu að fræðslunni fyrir hönd Rauða krossins og Lýðheilstöðvar og var sú breyting gerð á í sumar að hafa fræðsluna í hverfum borgarinnar en ekki í húsnæði Reykjavíkurdeildar líkt og fyrri ár.
Hlýlegt andrúmsloft á sumarbúðum Rauða krossins
Dagskráin er hlaðin skemmtilegum uppákomum. Fyrsta daginn var farið yfir undirstöðuatriði skyndihjálpar og horft á mynd um sögu og starf Rauða krossins. Eftir það var farið í leik sem byggir á grundvallarmarkmiðunum sjö um mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfstæði, sjálfboðna þjónustu, einingu og alheimshreyfingu. Síðar verður farið á hestbak, í flúðasiglingar, sjóferð, fjallgöngu og ýmsa leiki. Daglega er farið í sund í Varmahlíð og endað með kvöldvöku þar sem flestir leggja til efni.
„Það er einstakt andrúmsloft á sumarbúðunum. Allir fá að spreyta sig á verkefnum við sitt hæfi og eru virkir í leikjum dagsins. Það sem stendur upp úr er lífsgleðin sem skín úr hverju andliti,” segir Gunnar Rögnvaldsson formaður Skagafjarðardeildar Rauða krossins.
Fjölsmiðja stofnsett á Akureyri
Í dag var skrifað undir skipulagsskrá fyrir Fjölsmiðjuna á Akureyri í húsnæði Rauða krossins, Viðjulundi 2. Skipuð var stjórn sem skipti með sér verkum. Formaður er Úlfar Hauksson.