Hendum fordómunum á Menningarnótt
Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands tekur þátt í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar á Menningarnótt með tvennum hætti að þessu sinni. Tveir hópar Ungmennadeildar Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R) verða áberandi á götum borgarinnar á þessum hátíðardegi þó með ólíkum hætti sé.
Skyndihjálparhópurinn gegnir sem fyrr mikilvægu hlutverki í öryggisgæslu höfuðborgarinnar og starfar við hlið lögreglu og björgunarsveita við eftirlit og aðstoð. Félagar í skyndihjálparhópnum verða á ferðinni um borgina svo lengi sem þörf er á og veita þeim sem á þurfa að halda fyrstu hjálp. Hópurinn hefur mikla reynslu af aðstoð á viðburðum sem þessum og er það Reykjavíkurdeild Rauða krossins sönn ánægja að geta boðið fram þjónustu sína á stærstu samkomu Reykjavíkurborgar.
Unglingastarfið á fullt eftir sumarfrí
Ungmenni á sumarbúðum í heimsókn
Í síðustu viku tóku sjálfboðaliðar Akranesdeildar á móti 8 börnum og unglingum á aldrinum 7-16 ára. Ungmennin eru þátttakendur á sumarbúðum í Holti í Borgarfirði.