Tómstundahópur fyrir fatlaða Skagafirði
Staða ungra innflytjenda
Mikið fjölmenni var á málþingi um stöðu ungra innflytjenda og framtíð þeirra í íslensku þjóðfélagi sem var haldið í Menntaskólanum í Hamrahlíð í gær.
Tilgangurinn með málþinginu er að láta rödd ungmenna, sem flust hafa hingað til lands og eiga hér heima, heyrast og auka þannig skilning milli þeirra og annarra landsmanna. Þarna gafst ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri um hvernig hægt sé að byggja framtíð Íslands með tilliti til allra sem hér búa og stuðla að heilbrigðu umhverfi fyrir samfélagið sem heild.
Rúmlega 200 manns alls staðar að úr heiminum sóttu þingið og komu með reynslusögur. Þátttakendur voru virkir og líflegar umræður urðu í salnum. Einnig fór fram hópastarf. Niðurstöður þeirra verða teknar saman og birtar siðar.
Ungmenni af erlendum uppruna ræða framtíð sína á Íslandi
Tilgangurinn með málþinginu er að láta rödd ungmenna, sem hafa flust hingað til lands og eiga hér heima, heyrast og auka þannig skilning milli þeirra og annarra landsmanna. Þarna gefst ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára loksins tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri um hvernig hægt sé að byggja framtíð Íslands með tilliti til allra sem hér búa og stuðla að heilbrigðu umhverfi fyrir samfélagið sem heild. Þau vilja með þessu sýna frumkvæði og taka virkan þátt í mótun íslensks fjölmenningarsamfélags.
Skemmtilegir krakkar í Enter og Eldhugum hittast aftur eftir sumarfrí
Krakkarnir í Enter byrjuðu á því að fara í nafnaleiki til að hrista af sér feimni og læra nöfn allra í hópnum. Einnig sögðu þau aðeins frá sér til að kynnast hvert öðru betur. Gaman er frá því að segja að í hópnum eru krakkar með alls konar þjóðerni, frá eins ólíkum löndum og Nepal og Þýskalandi.
Námskeið fyrir leiðbeinendur í barna- og ungmennastarfi
Heimanámsaðstoð fyrir börn af erlendum uppruna
Aðstoð við heimanám barna af erlendum uppruna hefst aftur á haustdögum. Fer það fram í Fellaskóla og í húsnæði Reykjavíkurdeildar. Sjálfboðaliðar Rauða krossins aðstoða börnin við námið, efla íslenskukunnáttu þeirra og hjálpa þeim við að auka orðaforða sinn. Þegar vel gengur og börnin klára heimalærdóminn fljótt og örugglega er tíminn nýttur til leikja og að hafa gaman saman.
Heimanámsaðstoðin fer fram einu sinni í viku, á mánudögum í húsnæði Reykjavíkurdeildar að Laugavegi 120 og á miðvikudögum í Fellaskóla.
Börn sem notið hafa aðstoðar sjálfboðaliða við heimanámið hafa verið mjög ánægð og kennarar barnanna hafa einnig lýst ánægju sinni með árangursríkt starf. Aðsókn nemenda er mikil og því miður komast færri börn að en vilja þar sem sjálfboðaliðar geta einungis sinnt fáum einstaklingum í hvert sinn.