12. okt. 2007 : Ungmennastarf Rauða krossins á Stöðvarfirði

Í Grunnskólanum á Stöðvarfirði er mannréttindafræðsla valgrein fyrir 9. og 10. bekk. Stuðst er við bókina Mannréttindi eftir Ágúst Þór Árnason sem gefin er út af Rauða krossinum. Leiðbeinandi er Björgvin Valur Guðmundsson en hann sér um vetrarstarf ungmenna Rauða krossins á staðnum.

Fjögur ungmenni fóru á landsmótið hjá URKI sem haldið var í Klébergsskóla á Kjalarnesi um síðustu helgi. Er þetta í fyrsta skipti sem ungmenni frá Stöðvarfirði fara á mót hjá URKI.

9. okt. 2007 : Fjallað um flóttamenn á landsmóti URKÍ

Mikið fjör var á vel sóttu landsmóti Ungmennahreyfingar Rauða krossins á Kjalarnesi um helgina. Ýmislegt skemmtilegt var brallað á kvöldvökum, farið var í sund, leiki og skemmtilega hópavinnu.

Þema mótsins var flóttamenn. Atli Viðar Thorstensen, verkefnisstjóri Rauða krossins í málefnum flóttamanna og hælisleitenda flutti athyglisvert erindi og sýndi kvikmynd um efnið.

Í hópavinnu þurftu þátttakendur meðal annars að setja sig í það hlutverk að flýja Ísland vegna ofsókna og setjast að í ólíku landi.

1. okt. 2007 : Landsmót URKÍ 2007

Landsmót Ungmenahreyfingar RKÍ verður haldið dagana 5.-7. október 2007 á Kjalarnesi.

Landsmótið er opið öllum þeim sem eru þáttakendur í barna- og ungmennastarfi RKÍ. Gist verður í Klébergsskóla á Kjalarnesi (svefnpokagisting) og matur er innifalinn. Þáttakendur sjá sjálfir um að koma sér á staðinn.

Síðasti dagur til skráningar er miðvikudagurinn 3.október nk

Smellið á lesa meira til að sjá dagskrá mótsins.

 

Fyrir hönd undirbúningshópsins;

Arnar Benjamín Kristjánsson, formaur Verkefnanefndar URKÍ
Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaformaður Verkefnanefndar URKÍ