21. feb. 2008 : Vel heppnuð æfingarferð skyndihjálparhópa

Það var oft handagangur í öskjunni hjá skyndihjálparhópum Reykjavíkurdeildar og ungmenna á Austurlandi í sameiginlegri æfingarferð þeirra um síðustu helgi í Alviðru í Ölfusi.

20. feb. 2008 : Spennandi sumarmót fyrir unga fólkið

Sumarmót Ungmennahreyfingar Rauða krossins, Viðhorf og virðing, verður haldið dagana 13.- 17. ágúst 2008 að Löngumýri í Skagafirði. Mótið er opið öllum unglingum á aldrinum 13-16 ára. Þátttökugjald er 20.000 krónur og innifalið í því er akstur til og frá Reykjavík, gisting, fullt fæði og þátttaka í öllum dagskrárliðum.

Í dagskrá mótsins er blandað saman bæði gamni og alvöru. Unnið verður með viðhorf þátttakenda til ýmissa hópa og fá þeir meðal annars tækifæri til að setja sig í spor þeirra í formi hlutverkaleikja. Einnig verður mikið lagt upp úr leikjum, ferðum, kvöldvökum og annarri skemmtun.

1. feb. 2008 : Siðferðisboðskapur óskast

Hver er ástæðan fyrir því að skyndilega virðast flestar flóðgáttir hafa brostið og fordómar ungs fólks í garð innflytjenda orðið svo áberandi?