Dæmir þú fólk eftir útlitinu?
Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti
Grunnskólar höfuðborgarsvæðis fá heimsókn frá Rauða krossinum
Svæðisfulltrúi heldur utan um kynningarnar og fer í skólana ásamt sjálfboðaliðum og starfsmönnum deilda. Um þessar mundir eru sjálfboðaliðar frá Gambíu í Vestur-Afríku í heimsókn hjá Ungmennadeild Reykjavíkurdeildar og hafa þeir komið með í nokkrar kynningar og kynnt land og þjóð og starfsemi Rauða krossins þar. Heimsóttir hafa verið 20 skólar og nokkrar heimsóknir eru framundan.
Rauði krossinn hefur á boðstólnum fræðsluefni fyrir öll skólastig á skólvef, www.redcross.is/skoli. Kennsluleiðbeiningar fylgja.