Sjálfboðaliðar URKí lögðu fram 930 vinnustundir á síðasta ári
Landsfundur Ungmennahreyfingar Rauða krossins var haldinn á landsskrifstofu um helgina að viðstöddum tveimur tugum sjálfboðaliða. Í máli Jóns Þorsteins Sigurðssonar formanns URKÍ hefur stjórn og nefndir URKÍ lagt fram um 930 vinnustundir eða tæplega 40 vinnudaga á árinu 2007. Helst ber þar að nefna störf verkefnanefndar sem skipulagði og hélt utan um landsmót URKÍ á Kjalarnesi. Þá hefur hin nýstofnaða alþjóðanefnd styrkt samstarf URKÍ við ungmennahreyfingar Rauða krossins í Evrópu svo sem með þátttöku í samstarfsvettvangi ungmennahreyfinga.
Á fundinum voru drög að markmiðum og stefnu URKÍ til 2010 kynnt og rædd í hópum.
Laus pláss á sumarmóti URKÍ
Landsfundur Urkí
í húsnæði Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9, 103 Reykjavík
Söngstund hjá Enter-krökkunum í Kópavogi
Enter-krakkarnir komu í dag í Sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar og var söngur á dagskránni. Krakkarnir fengu sönghefti með gömlum og góðum íslenskum barnalögum og spreyttu sig á ýmsum lögum. Meðal annars tóku þau Sá ég spóa og Höfuð, herðar, hné og tær sem vakti mikla kátínu krakkanna. Síðan tók við dálítill dans og enduðu krakkarnir á því að fara í nokkra leiki. Tíkin Karó kom einnig í heimsókn og gerði hún hundakúnstir fyrir krakkana og gáfu þau henni nammi að launum.