28. maí 2008 : Unglingastarfið í vorferð

Krakkarnir sem taka þátt í unglingarstarfi deilda á höfuðborgarsvæðinu héldu í sína árlegu vorferð á laugardaginn.

7. maí 2008 : Unglingastarf URKÍ-R í sælgætisgerð

Eitt af fjölmörgum skemmtilegum verkefnum unglingastarfs Reykjavíkurdeildar (URKÍ-R) er sælgætisgerð. Nú stendur yfir sala á afurðunum og verður ágóðinn notaður til að styrkja Rauða kross starfið í Gambíu.

Hugmyndin að sælgætisgerðinni vaknaði í kjölfar heimsóknar tveggja sjálfboðaliða frá vinadeildum Reykjavíkurdeildar, Banjul og KM í Gambíu. Þeir dvöldu á Íslandi í sex vikur í vetur.

Eftir mikið föndur og flókna vinnu við sælgætisgerðina er nú loks hægt að kaupa molana sykursætu hjá sjálfboðaliðum unglingastarfsins eða á skrifstofu deildarinnar að Laugavegi 120. Pokinn af þessum ljúfu molum kostar 300 krónur en valið stendur á milli brjóstsykurs með peru- jarðaberja- og/eða lakkrísbragði.