9. okt. 2009 : Yoko Ono býður Rauða krossinum að safna fyrir fjölskyldur

Listakonan og friðarsinninn Yoko Ono býður Rauða krossi Íslands að vera með fjársöfnun í tengslum við tendrun Friðarsúlunnar í Viðey og minningartónleikana um John Lennon í Hafnarhúsinu föstudaginn 9. október. 

Sjálfboðaliðar Rauða krossins munu selja pakka með friðarnælum sem hannaðar eru af Yoko Ono í Hafnarhúsinu á föstudagskvöldið og úti í Viðey föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, auk þess að taka við frjálsum framlögum frá fólki. Þá verður söfnunarsími Rauða krossins 904 1500 opinn næstu daga, en 1.500 kr. dragast af næsta símreikningi þegar hringt er í hann.