12. jan. 2010 : Ungmennastarfið fær góða heimsókn. Vilja gjarnan að Rauði kross Íslands taki upp búninga, en alls ekki marseringu!

Ungmennastarf Kjósarsýsludeildar fékk góða heimsókn á fyrsta fundi ársins.  Susan Yuen, 19 ára sjálfboðaliði Rauða krossins frá Hong Kong kom og sagði frá ungmennastarfinu þar. Umgjörð starfsins í Hong Kong er talsvert ólíkt því sem þekkist hér á landi og margt sem kom krökkunum á óvart.  

Ströng inntökuskilyrði eru inn í ungmennastarfið í Hong Kong, þar sem umsækjendur sitja námskeið og taka próf úr sögu Rauða krossins, grundvallarmarkmiðum og mannúðarstefnunni sem allir sjálfboðaliðar hafa að leiðarljósi í starfi sínu.  Rauði krossinn í Hong Kong er sá eini í heiminum sem marserar ennþá á fundum og þarf langar og strangar æfingar til að ná góðum tökum á marseringunni.

5. jan. 2010 : Rauði kross Íslands tekur þátt í samstarfi um mannréttindafræðslu í skólum, félags- og æskulýðsstarfi

Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Námsgagnastofnun hafa látið þýða og gefa út á íslensku bókina KOMPÁS en hún kom fyrst út hjá Evrópuráðinu árið 2002.