25. feb. 2010 : Unglingar á flótta í Reykjanesbæ

Hlutverkaleikurinn Á flótta var haldinn á Keilissvæðinu á Miðnesheiðinni um síðustu helgi. Þátttakendur voru að vanda hópur ungs fólks sem var tilbúið að setja sig í fótspor flóttamanna í heilan sólahring og taka þeim áskorunum sem flóttamenn í heiminum þurfa gjarnan að glíma við í sínu daglega lífi.  Það er Ungmennahreyfing Rauða krossins sem á veg og vanda að skipulagningu og framkvæmd leiksins.

Í upphafi fá þátttakendur nýtt nafn, þjóðerni, vegabréf og jafnvel nýja fjölskyldu. Þarnæst hefst örlagarík atburðarás þar sem þátttakendur neyðast til þess að flýja lengri eða styttri vegalengdir, kljást við skæruliða, hermenn, svartamarkaðsbraskara, fólkssmyglara og skriffinna, matarlausir, þreyttir og niðurlægðir. Allt miðar að því að upplifun þátttakenda verði eins raunveruleg og hægt er.

22. feb. 2010 : Námskeiðið Börn og umhverfi fyrir ungmenni fædd 1998 eða eldri

Námskeiðið Börn og umhverfi verður haldið sex sinnum hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins í maí og júní. Námskeiðin eru fyrir ungmenni fædd á árinu 1998 og eldri. Námskeiðið verður einnig haldið víðar um landið og munu auglýsingar birtast á vefnum jafnóðum og þau eru ákveðin undir liðnum Á döfinni.

Kennsla skiptist á fjögur kvöld og fer fram í húsnæði Reykjavíkurdeildar, Laugavegi 120. 5. hæð, kl. 18-21.

Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

19. feb. 2010 : Hjálpa jafnöldrum sínum á Haítí

ÍSLENSK grunnskólabörn hafa brugðist sterkt við raunum Haíta eftir jarðskjálftana í byrjun janúar og hefur Rauði kross Íslands orðið var við aukningu í söfnunum af þeim sökum. Greinin birtist í Morgunblaðinu 19.02.2010.

17. feb. 2010 : Myndbandasamkeppni fyrir ungt fólk 20 ára og yngri

Hafnarfjarðardeild Rauða krossins efnir til myndbandasamkeppni fyrir ungt fólk 20 ára og yngra. Þátttaka er heimill öllum félögum í Ungmennahreyfingu Rauða krossins af öllu landinu, en ekkert mál er að skrá sig félaga á staðnum.

Fimmtudaginn 18. febrúar kl. 17:30 verður kynning á viðfangsefni samkeppnirnar sem eru grundvallarmarkmið Rauða krossins. Þann 25. febrúar kl. 17:30 kemur Gunnar B. Guðmundsson leikstjóri Áramótsins 2009 og Astrópíu og leiðbeinir þátttakendum um framkvæmd verkefnisins.

Þessar kynningar fara fram í Sjálfboðaliðamiðstöðinni Strandgötu 24. Skilafrestur myndbanda er 18. mars og verða úrslit kynnt í mars.
Með innsendum myndböndum þarf að fylgja nafn, heimili, kennitala, símanúmer og tölvupóstfang viðkomandi þátttakenda. 

Taktu þátt!!!!  Vegleg verðlaun!!!!!!

 

15. feb. 2010 : Ungmennastarf Borgarfjarðardeildar kynnir skyndihjálp

Í tilefni af 1-1-2 deginum þann 11.2. unnu Rauði krossinn í Borgarfirði og Neisti sameiginlega að kynningu í verslunarhúsnæði í Borgarnesi. Þar var Neisti með til sölu öryggisvörur fyrir heimili sem snúa að eldvörnum, kynnti sigurvegara í eldvarnargetraun og var með slökkviliðsbíl til sýningar sem vakti mikla lukku meðal yngri kynslóðarinnar.

Ungmennastarf Borgarfjarðardeildar Rauða krossins sá um að dreifa skyndihjálparbæklingnum ,,Ertu til þegar á reynir“  til almennings og það þótti vel við hæfi vegna þess að 1-1-2 dagurinn snýr einmitt að því að vekja almenning til umhugsunar um neyðarlínuna 1-1-2 og skyndihjálp.

Á myndinni eru þær Guðrún Hildur Hauksdóttir,  Erla Björk Kristjánsdóttir og Salvör Svava Gylfadóttir úr ungmennastarfinu en þær stóðu sig aldeilis vel við kynninguna.
 

10. feb. 2010 : Málþing, 18. febrúar: Sýnum hvað í okkur býr!

Í framhaldi af átaksverkefni síðasta árs þar sem leitast var við að hvetja annars vegar ungt fólk innan hreyfingarinnar að bjóða sig fram til stjórnarsetju og hins vegar deildir að gefa ungu fólki þetta tækifæri, höfum við ákveðið að halda annað málþing nú í vetur. Málþingið verður með öðru sniði en í fyrra en í þetta skipti verður lögð áhersla á hvað við getum lagt að mörkum til samfélagsins með því að setja okkur markmið og gera skriflegan samning við okkur sjálf um að taka þátt í verkefnum Rauða krossins.

10. feb. 2010 : Ungt fólk til athafna 2010

Tæplega 5000 manns á aldrinum 16-29 ára eru atvinnulaus á Íslandi í dag. Þar af er stærsti hluti hópsins á Suðvesturhorninu. Þannig er atvinnuleysishlutfall fólks á aldinrum 16-24 ára nú um 18%, sem er gífurlega hátt í samanburði við margar nágrannaþjóðir okkar. Þar að auki eru atvinnuleysishorfur ekki bjartar næstu mánuði. Rannsóknir hafa sýnt að afleiðingar langtímaatvinnuleysis eru alvarlegastar fyrir ungt fólk. Staða ungra atvinnulausra er því afar viðkvæm, atvinnuleysi til langframa getur, ef ekkert er að gert leitt til vanlíðanar og mögulega örorku.

10. feb. 2010 : Hefur þú áhuga á að taka þátt í nefndastarfi URKÍ?

Okkur vantar fólk til að taka að sér ýmis verkefni s.s. markaðs- og kynningarmál, verkefnastjórnun innanlands og alþjóðasamskipti. Einnig vantar okkur ritstjóra til að halda utan um nýja fréttabréfið okkar!

10. feb. 2010 : Þátttaka ungs fólks á aðalfundinum í Nairobi

Formaður URKÍ hélt til Nairobi í Kenýa, ásamt öðrum úr íslensku sendinefndinni, til að sitja á aðalfundi Rauða krossins og Rauða hálfsmánans í nóvember. Eftir langt ferðalag, tók við stíf fundardagskrá, en margvísleg áhugaverð málefni voru tekin fyrir á fundinum. Eitt aðalmál fundarins var stefna hreyfingarinnar til 2020, svokölluð „Strategy 2020“ sem samþykkt var eftir miklar umræður. Gaman verður að fylgjast með hvernig þessi nýja stefna verður innleidd á næstu árum. Einnig fóru fram kosningar og var nýr formaður alþjóðasambandsins kosinn eftir spennandi kosningabaráttu, en sá heitir Tadateru Kanoé og kemur frá Japan.
 

10. feb. 2010 : Hvaða málefni á URKÍ að leggja áherslu á á komandi árum?

Á komandi landsfundi URKÍ þann 24. Apríl er stefnt að því að leggja línurnar varðandi áherslur ungmennahreyfingarinnar á komandi misserum. Í því tilefni höfðum við hugsað okkur að skoða ákveðin málefni til hlítar en þau eru:
 

10. feb. 2010 : Fréttablað í tölvupósti

URKÍ finnst mikilvægt að bæta samskiptin við ungt fólk innan hreyfingarinnar svo sem flestir viti hvað er að gerast hjá okkur hverju sinni. Því höfum við ákveðið að senda út regluleg fréttabréf með tölvupósti til allra sjálfboðaliða sem tilheyra ungmennahreyfingunni, þ.e. eru undir 35 ára aldri. Með þessu, vonumst við til að ná betur til ykkar allra, sem sameiningartákn ungs fólks innan hreyfingarinnar.

5. feb. 2010 : Ný heimasíða www.aflotta.is

Verkefnið Á flótta hefur nú eignast heimasíðu þar sem hægt er að nálgast allar helstu upplýsingar um leikinn. Slóðin á síðuna er www.aflotta.is.

Næsti leikur fer fram á Keili svæðinu í Keflavík helgina 20.-21. febrúar og hægt er að skrá sig í leikinn hér

Á flótta er hlutverkaleikur þar sem þátttakendum gefst tækifæri á því að feta í fótspo flóttamanna. Leikurinn tekur einn sólarhing og á þeim tíma fá þátttakendur að upplfia aðstæður sem margir flótmenn lenda í.

Allir sem eru 13 ára og eldri geta tekið þátt í leiknum og er þátttökugjaldið 1.000.-