27. okt. 2010 : Á flótta á Eiðum

Á flótta er hlutverkaleikur fyrir 13 ára og eldri, sem gefur fólki tækifæri til að upplifa í 24 klukkutíma hvað það er að vera flóttamaður. Í stuttu máli er ætlunin að gefa fólki raunsanna upplifun af því hvað það er að vera flóttamaður.

Á meðan á leiknum stendur upplifa þátttakendur hvernig það er að vera „óvelkominn”, „á flótta”, „fórnarlamb skrifræðis”, „háður neyðarhjálp” o.fl. Þátttakendum er þó aldrei ógnað líkamlega á einn eða annan hátt eða með vopnaskaki og fer leikurinn fram bæði innandyra og utan.