Ungmennin í Hafnarfjarðardeild brugðu sér í leikhús
Krakkarnir í ungmennastarfinu hjá Hafnarfjarðardeild fjölmenntu í Gaflaraleikhúsið í gær og sáu hina bráðskemmtilegu sýningu Fúsa Froskagleypi.
Það er mikið framundan hjá ungmennunum í maí mánuði. Farin verður óvissuferð með ungmennastarfi Kópavogsdeildar, haldin leiklistarskemmtun með leikkonunni Önnu Brynju Baldursdóttir og sameiginlegur hittingur allra krakkanna á höfuðborgarsvæðinu.
Krakkarnir í Hafnarfirði hittast á fimmtudögum kl 17:30-19:00 og eru allir velkomnir að taka þátt. Hægt er að mæta á staðinn en allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá starfsmönnum deildarinnar í 565 122 eða hafnarfjordur@redcross.is.
Ungmennin í Hafnarfjarðardeild brugðu sér í leikhús
Krakkarnir í ungmennastarfinu hjá Hafnarfjarðardeild fjölmenntu í Gaflaraleikhúsið í gær og sáu hina bráðskemmtilegu sýningu Fúsa Froskagleypi.
Það er mikið framundan hjá ungmennunum í maí mánuði. Farin verður óvissuferð með ungmennastarfi Kópavogsdeildar, haldin leiklistarskemmtun með leikkonunni Önnu Brynju Baldursdóttir og sameiginlegur hittingur allra krakkanna á höfuðborgarsvæðinu.
Krakkarnir í Hafnarfirði hittast á fimmtudögum kl 17:30-19:00 og eru allir velkomnir að taka þátt. Hægt er að mæta á staðinn en allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá starfsmönnum deildarinnar í 565 122 eða hafnarfjordur@redcross.is.
Sumarnámskeið fyrir börn
Rauði krossinn stendur fyrir fjölbreyttum sumarnámskeiðum fyrir börn eins og undanfarin sumur. Um er að ræða námskeiðin Börn og umhverfi, Mannúð og menning og Gleðidaga.
Börn og umhverfi er námskeið fyrir börn fædd 1999 eða fyrr. Farið er í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.
Sumarbúðir URKÍ
Sumarbúðir Ungmennahreyfingar Rauða krossins, Mannréttindi og hjálparstarf, verða haldnar í ágúst 2011 í Alviðru í Ölfusi. Búðirnar eru fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára
Þátttökugjald er 18.000 krónur.
Skráning og nánari upplýsingar hér
Sömdu lag og sungu til styrktar Japan
Sjö músíkalskar stúlkur úr 5. og 6. bekk Hamraskóla í Grafarvogi komu syngjandi á landsskrifstofu Rauða krossins með 34.000 krónur sem þær söfnuðu til að styrkja fórnarlömb hamfaranna í Japan.
Fjárhæðina unnu þær sér inn með því að syngja lag, sem þær sömdu sjálfar, fyrir fólk gegn frjálsum framlögum. Umhyggjusemi stúlknanna skilar sér vel í textanum við lagið:
Menntaskólanemi gefur Rauða krossinum 50.000 krónur í nafni kærustunnar
Hjalti Hilmarsson, menntaskólanemi í Garðabæ, kom kærustu sinni, Kristrúnu Höllu Helgadóttur, skemmtilega á óvart þegar hann gaf 50.000 krónur til Japanssöfnunar Rauða krossins í hennar nafni.
Hjalti segir að Kristrún Halla sé mikil áhugamanneskja um Japan og allt sem japanskt er. Hann var með féð á sérstökum reikningi og hafði hugsað sér að gleðja hana á einhvern hátt. Þegar til átti að taka fannst honum best að styðja þolendur jarðskjálfta og flóða í Japan í hennar nafni.
Þórir Guðmundsson sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði Hjalta fyrir óeigingjarnt framlag. Það verður nýtt til að styðja þá sem urðu fyrir miklum búsifjum á hamfarasvæðinum.