14. júl. 2011 : Best er að sigra heiminn með brosi

Segja palestínskir sjálfboðaliðar sem starfað hafa hér á landi um hríð. Greinin um Mumma og Nael birtist í Skessuhorni 6. júlí 2011.

11. júl. 2011 : Íslenskir sjálfboðaliðar á Formúlu 1

Þrír sjálfboðaliðar Rauða kross Íslands, Addý Ásgerður Einarsdóttir, Inga Birna Pálsdóttir og Viðar Arason, brugðu sér út fyrir landsteinana í vor og tóku þátt í sjúkragæsluteymi mónakóska Rauða krossins á Monte Carlo kappakstrinum.

Að mörgu er að huga fyrir stórt verkefni sem þetta og dagarnir voru nýttir frá morgni til kvölds í fundi og annan undirbúning þangað til kom að stóru stundinni.

Þremenningarnir fjármögnuðu ferðina sjálfir en Viðar sagði að þau Inga Birna unnusta hans litu á ferðina sem brúðkaupsferð. Þau munu ganga í hnapphelduna síðar í sumar.

5. júl. 2011 : Mannúð og menning tekin við af Gleðidögum

Gleðidögum lauk í síðustu viku hjá Kjósarsýsludeild Rauða krossins á fuglaskoðun með Úrsulu og æsispennandi bingói hjá Margréti Sigurmonsdóttur. Námskeiðið var einstaklega vel heppnað og þakkar deildin öllum leiðbeinendum kærlega fyrir þeirra framlag!

Krakkarnir kunnu vel að meta nærveru (h)eldri borgaranna, drukku í sig frásagnir þeirra og fróðleik og endurguldu með sögum úr eigin reynsluheimi.

Þó Gleðidögum sé lokið er enn líf og fjör í Rauðakrosshúsinu í Þverholti, því þessa vikuna eru 17 krakkar á aldrinum 10-12 ára á námskeiðinu Mannúð og menning. Þar fræðast þau um hugsjónir og starfsemi Rauða krossins í gegn um leik og skemmtileg verkefni.

1. júl. 2011 : Verkefni með ungu fólki eflast í deildum

Barna- og ungmennastarf er víða fastur liður í starfi deilda. Sérstökum ungmennadeildum hefur þó ekki fjölgað en nokkrar deildir bjóða hins vegar upp á afmörkuð verkefni sem eru sérstaklega ætluð ungmennum.