Óvissuferð Mórals
Í síðustu viku fór Mórall - ungmennastarf Kjósarsýsludeildar - í óvissuferð. Krakkarnir mættu spenntir með svefnpokana sína í Þverholtið og voru ekki alveg viss hvort gista ætti í Rauðakrosshúsinu eða fara eitthvað út fyrir bæinn. Þegar hópnum var smalað upp í bílana voru þau samt nokkuð viss um að förinni væri heitið eitthvað út á land - sem reyndist svo auðvitað rétt hjá þeim. Brunað var vestur í Búðardal þar sem Rauðakross deildin tók vel á móti hópnum.
Skyndihjálparkennsla hjá Móral
Mórall - ungmennahópur Kjósarsýsludeildar - fékk góða heimsókn nú í vikunni þegar sjálfboðaliðar úr Skímu, skyndihjálparhóp RKÍ, komu á fund hjá þeim. Krakkarnir fræddust um endurlífgun, eitranir og ýmislegt fleira. Allir fengu að æfa blástursaðferðina og að setja slasaðan einstakling í læsta hliðarlegu. Það var gaman að sjá hvað krakkarnir tóku virkan þátt í kennslunni og spurðu margra góðra spurninga sem Skíma svaraði eftir föngum.
Skyndihjálparkennsla hjá Móral
Mórall - ungmennahópur Kjósarsýsludeildar - fékk góða heimsókn nú í vikunni þegar sjálfboðaliðar úr Skímu, skyndihjálparhóp RKÍ, komu á fund hjá þeim. Krakkarnir fræddust um endurlífgun, eitranir og ýmislegt fleira. Allir fengu að æfa blástursaðferðina og að setja slasaðan einstakling í læsta hliðarlegu. Það var gaman að sjá hvað krakkarnir tóku virkan þátt í kennslunni og spurðu margra góðra spurninga sem Skíma svaraði eftir föngum.