Æskan og ellin á jólunum

15. des. 2009

Æskan og ellin er samstarfsverkefni Kjósarsýsludeildar, grunnskóla Mosfellsbæjar og Eirhamra, þjónustuíbúða aldraða í Mosfellsbæ.  Tilgangur með verkefninu er að auka vitund og tengsl yngri kynslóðarinnar við þá eldri.  Í nútíma þjóðfélagi virðist bilið milli kynslóða aukast jafnt og þétt og er verkefninu ætlað að vinna gegn þeirri þróun og um leið draga úr félagslegri einangrun.

Kjósarsýsludeild útvegaði gjafir sem nemendur 6. bekkjar Varmárskóla pökkuðu inn og skreyttu fyrir eldri borgara á Eirhömrum. Krakkarnir teiknuðu og skrifuðu inní jólakort og fóru síðan í roki og rigningu í göngutúr sl. föstudag ásamt kennurum sínum með alla pakkana handa heimilisfólkinu þar á bæ. Börnin stóðu sig mjög vel voru kurteis og yndisleg og voru sjálfum sér og skólanum til fyrirmyndar. Þau tóku lagið ásamt heimilisfólkinu á Eirhömrum. Allir fengu smá nammi í þakklætisskyni í lokin.

Hér er linkur á heimasíðu Varmárskóla sem sýnir undirbúning og heimsókn krakkanna til Eirhamra.