Sumarbúðir Ungmennahreyfingar 12-16 ára

6. apr. 2010

Mannréttindi og hjálparstarf

Sumarbúðir Ungmennahreyfingar Rauða krossins, Mannréttindi og hjálparstarf, verða haldnar dagana 11.-15. ágúst 2010 að Alviðru í Ölfusi. Búðirnar eru fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára og fjöldi miðast við 30 manns. Þátttökugjald er 20.000 krónur.

Dagskrá mótsins verður blanda af gamni og alvöru. Unnið verður með málefni sem tengjast mannréttindum og hjálparstarfi með hlutverkaleikjum og hópverkefnum. Einnig verður mikið lagt upp úr leikjum, útivist, kvöldvökum og annarri skemmtun.

Leiðbeinendur verða sjálfboðaliðar Ungmennahreyfingar Rauða krossins, 18 ára og eldri. Þeir hafa allir sótt sérstakt leiðbeinendanámskeið Rauða krossins og skyndihjálparnámskeið.

Skráning


Nánari upplýsingar veitir Jón Brynjar Birgisson, verkefnisstjóri á landsskrifstofu Rauða kross Íslands í síma 570 4000 eða á netfangið jon@redcross.is

.