Öskudagurinn í Hafnarfirði

21. feb. 2012

Á morgun öskudag gerum við okkur glaðan dag hér í Rauðakrosshúsinu í Hafnarfirði og tökum á móti hressum krökkum sem leggja leið sína á  Thorsplan að slá köttinn úr tunni og skemmta sér á skemmtidagskrá á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Hér má sá dagskrána.

Sjálfboðaliðar Hafnarfjarðardeildar munu baka vöfflur og bjóða upp á ásamt heitu kakói og getur það verið kærkomið í kuldanum.  

Allir krakkar velkomnir og fullorðnir í fylgd barnanna.