Hamagangur á sumarbúðum URKÍ í Alviðru

13. ágú. 2010

Þessa dagana eru hátt í 40 manns samankomnir á sumarbúðum Ungmennahreyfingar Rauða krossins í Alviðru í Ölfusi. Þátttakendur eru unglingar á aldrinum 12-16 ára, víðs vegar af landinu. Leiðbeinendur eru sjálfboðaliðar URKÍ á aldrinum 18-30 ára.

Á búðunum er farið í fjölbreytta leiki jafnframt sem unnin eru verkefni sem tengjast mannréttindum og hjálparstarfi. Einnig er mikið lagt upp úr útivist, kvöldvökum og annarri skemmtun.

Myndirnar eru teknar fyrsta daginn þegar veðrið lék við þátttakendur. Skyndilega skall þó á manngert úrhelli í formi vatnsslags. Um kvöldið kom Birna Halldórsdóttir sendifulltrúi Rauða krossins og fjallaði um hjálparstarfið á Haítí.