Mannúð og menning fyrir börnin

24. ágú. 2010

370 börn á aldrinum 7-12 ára sóttu sumarnámskeið Rauða krossins Mannúð og menning. Að þessu sinni voru þau haldin í Reykjavík, Kópavogi, Álftanesi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Ísafirði og Þingeyri.
 
Námskeiðin byggja á fræðslu og leikjum sem miða að því að börnin tileinki sér mannúðarhugsjónir Rauða krossins og tengi þær við daglegt líf. Börnin fá fræðslu um starf Rauða krossins, skyndihjálp, fjölmenningu og umhverfisvernd. Námskeiðunum var skipt eftir tveimur aldurshópum, 7-9 ára og 10-12 ára. Gjaldfrjálst var á námskeiðin og boðið var upp hádegisverð.

Yfir tuttugu ár eru síðan Reykjavíkurdeild Rauða krossins stóð fyrir námskeiðunum Mannúð og menningu og hefur deildin þróað þau í áranna rás og haldið þau fyrir deildir eftir samkomulagi.