Frá kjörnefnd URKÍ

6. apr. 2011

Kæru félagar Kjörnefnd Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands auglýsir eftir framboðum til stjórnar URKÍ 2011-2012. Stjórn hreyfingarinnar er kjörin á árlegum landsfundi samkvæmt starfsreglum. Landsfundur URKÍ fyrir starfsárið 2010-2011 verður haldinn n.k. laugardag. Fundurinn verður haldinn á landsskrifstofu Rauða krossins í Efstaleiti 9 og hefst kl. 13. Á komandi landsfundi verður kosið í stöður allra stjórnarmanna til eins árs auk embættis formanns til tveggja ára. Áhugasömum er bent á að senda inn framboð til starfsmanns kjörnefndar á netfangið jon@redcross.is en auk þess verður hægt að bjóða sig fram á fundinum sjálfum. Kjörnefnd hvetur alla áhugasama til að senda inn framboð. Ekki hika við að hafa samband við starfsmann nefndarinnar ef einhverjar spurningar vakna. Með góðri kveðju, Kjörnefnd URKÍ.