Mannúð og menning byrjar á fullum krafti

22. jún. 2011

Mannúð og menning, leikjanámskeið Rauða krossins í Reykjavík byrjaði 6. júní síðastliðinn. Fullt var á fyrsta námskeiðið en hvert námskeið getur tekið á móti 50 börnum á aldrinum 7-12 ára. Börnin voru einstaklega glöð með dagskrána enda er hún fjölbreytt og lifandi en áhersla er lögð á Rauða kross fræðslu í gegnum skemmtilega leiki. Samtals verða haldin sjö námskeið í sumar en ennþá eru laus pláss á nokkur námskeið.

Skráning fer fram á vef Rauða krossins í Reykjavík.

Námskeiðin standa yfir frá mánudegi til föstudags frá kl. 09:00-16:00. Takmarkað pláss eru á hverju námskeiði og er því betra að skrá sig fyrr en seinna. Þátttökugjald er kr. 1.500,- sem fer í hádegismat og ferðakostnað en þátttakendur þurfa samt sem áður að hafa með sér holt og gott nesti yfir daginn. Frekari upplýsingar má fá í síma 545 0407 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið urkir@redcross.is.

Myndir frá lokadegi fyrsta námskeiðsins má sjá á fésbókarsíðu Rauða krossins í Reykjavík.