Gaman á Gleðidögum

24. jún. 2011

Námskeiðin Gleðidagar – hvað ungur nemur gamall temur – standa nú yfir. Fyrsta námskeið var haldið í Álftanesdeild í síðustu viku og þessa vikuna eru Gleðidagar í Kópavogi og Garðabæ. Námskeiðin eru ætluð börnum 7-12 ára og eru í samstarfi við Öldrunarráð Íslands. Eldri borgarar eru í hlutverki leiðbeinenda. Markmiðið er að tengja saman kynslóðir og miðla reynslu og þekkingu.

Krakkarnir á námskeiðinu í Kópavogi fóru í heimsókn á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð og lærðu um starfsemi þess. Þau prjóna og binda hnúta, fara á söfn, í leiki og njóta útiveru þegar veðrið er gott. Skyndihjálparleiðsögn er alla daga námskeiðsins.

Í næstu viku verða námskeið í Mosfellsbænum og annað í Kópavogi. Fullbókað er á þau námskeið. Enn er laust pláss hjá Grindavíkurdeild og Suðurnesjadeild. Hægt er að skrá þátttöku hér.