Mannúð og menning tekin við af Gleðidögum

5. júl. 2011

Gleðidögum lauk í síðustu viku hjá Kjósarsýsludeild Rauða krossins á fuglaskoðun með Úrsulu og æsispennandi bingói hjá Margréti Sigurmonsdóttur. Námskeiðið var einstaklega vel heppnað og þakkar deildin öllum leiðbeinendum kærlega fyrir þeirra framlag!

Krakkarnir kunnu vel að meta nærveru (h)eldri borgaranna, drukku í sig frásagnir þeirra og fróðleik og endurguldu með sögum úr eigin reynsluheimi.

Þó Gleðidögum sé lokið er enn líf og fjör í Rauðakrosshúsinu í Þverholti, því þessa vikuna eru 17 krakkar á aldrinum 10-12 ára á námskeiðinu Mannúð og menning. Þar fræðast þau um hugsjónir og starfsemi Rauða krossins í gegn um leik og skemmtileg verkefni.