Íslenskir sjálfboðaliðar á Formúlu 1

11. júl. 2011

Þrír sjálfboðaliðar Rauða kross Íslands, Addý Ásgerður Einarsdóttir, Inga Birna Pálsdóttir og Viðar Arason, brugðu sér út fyrir landsteinana í vor og tóku þátt í sjúkragæsluteymi mónakóska Rauða krossins á Monte Carlo kappakstrinum.

Að mörgu er að huga fyrir stórt verkefni sem þetta og dagarnir voru nýttir frá morgni til kvölds í fundi og annan undirbúning þangað til kom að stóru stundinni.

Þremenningarnir fjármögnuðu ferðina sjálfir en Viðar sagði að þau Inga Birna unnusta hans litu á ferðina sem brúðkaupsferð. Þau munu ganga í hnapphelduna síðar í sumar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þau þrjú starfa með vinum sínum í Mónakó því þau hafa áður tekið þátt í sjúkragæslu á fyrri kappakstri auk smáþjóðaleikanna sem voru haldnir í Mónakó fyrir fáeinum árum síðan.

 

Viðar Arason og Inga Birna Einarsdóttir.
Addý Ásgerður Einarsdóttir.
Keppnisbrautin á Formúlu 1.