Fjör og fræðsla á grunnnámskeiði í Reykholti

6. mar. 2002

Skemmtileg tilþrif á kvöldvöku.
URKÍ-Hafnarfirði hélt grunnnámskeið fyrir sjálfboðaliða um helgina. Auk fræðslu um Rauða krossinn var sérstaklega fjallað um fordóma á námskeiðinu. Sundferð, kvöldvaka og skoðunarferð var meðal þess sem gert var til skemmtunar.

Hópnum var skipt í 10-13 ára annars vegar og hins vegar 14 ára og eldri meðan á námskeiðinu stóð. Starfsmaður Rauða kross Íslands, Konráð Kristjánsson, kom og sagði frá grundvallarmarkmiðum Rauða krossins og fjallaði almennt um hreyfinguna ásamt Hrafnkeli Tuma, starfsmanni URKÍ-R sem kynnti starf URKÍ-Reykjavík og unmennahreyfingarinnar á landsvísu. Báðir hóparnir fjölluð um nýtt áhersluverkefni URKÍ, Gegn fordómum, og komu með hugmyndir um hvað væri hægt að gera í Hafnarfirði í tengslum við verkefnið. +++

http://www.redcross.is
22 URKÍ-H félagar áttu góða helgi saman í Reykholti, Biskupstungum.
Á næstu fundum hjá bæði eldri hóp (13. mars) og yngri hóp (17. mars) á að vinna fekar með þær hugmyndir sem kviknuðu á námskeiðinu. Yngri hópurinn hélt m.a. teiknisamkeppni þar sem viðfangsefnið var hvers konar fordómar. Eldri hópurinn kynnti sér alþjóðastarf Rauða kross Íslands og vinadeildasamstarf Hafnarfjarðardeildar. Á sunnudeginum fjallaði yngri hópurinn um starf deildarinnar innanlands og utan en eldri hópurinn vann hugmyndavinnu vegna fataflokkunar.

Ferðin endaði svo með því að þátttakendur fóru í ferð og skoðuðu Gullfoss og Geysir í miklu frosti og fallegu veðri. Námskeiðið og ferðin heppnuðust í alla staði frábærlega og voru URKÍ-H félagar þreyttir og ánægðir við heimkomuna.