Starfsmenn á sumarbúðir óskast

14. apr. 2003

Rauði krossinn auglýsir eftir leiðbeinendum til starfa við sumarnámskeið félagsins í Þórsmörk fyrir 12-14 ára unglinga.

Umsækjendur þurfa að vera 20 ára og eldri. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í starfi með börnum og unglingum og þekki vel til Rauða kross hreyfingarinnar. Farið er fram á að umsækjendur hafi tekið námskeið í almennri skyndihjálp og séu með gilt skyndihjálparskírteini.

Ráðningartími er 4 vikur. Frá 9. júní til 4. júlí. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð í afgreiðslu á skrifstofu Rauða krossins í Efstaleiti eða með því að smella hér

Skilafrestur umsókna er 30. apríl. Nánari upplýsingar veitir Konráð Kristjánsson í síma 570-4000, netfang: konrad@redcross.is