Landsfundur URKÍ

30. apr. 2003

Landsfundur Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands verður haldinn föstudaginn 9.maí næstkomandi kl. 17:30. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9, Reykjavík. Dagskrá fundarins er venjuleg landsfundarstörf. Boðið verður upp á veitingar.

Hver deild hefur rétt á að senda einn sjálfboðaliða með atkvæðavægi á fundinn en að sjálfsögðu eru allir velkomnir með málfrelsi og tillögurétt. 

Hlutverk landsfundar er að samhæfa ungmennastarf í deildum og ákvarða áherslur í ungmennastarfi RKÍ í samræmi við markmið RKÍ.

Undirrituð mun ekki gefa kost á sér sem formaður fulltrúaráðs URKÍ á næsta kjörtímabili og er því embættið laust til umsóknar. Þeir sem hafa áhuga geta látið mig vita eða boðið sig fram á fundinum.

Fjölmennum!

Kveðja,
Erla Svanhvít Guðmundsdóttir,
Formaður fulltrúaráðs URKÍ
s. 820-35555
urki@deild.redcross.is