Viltu hjálpa við að hanna evrópskan vef um skyndihjálp?

8. maí 2003

Rauði kross Íslands er aðili að Evrópuátaki í skyndihjálp. Við höfum fengið beiðni frá Evrópuskrifstofu Rauða krossins um aðstoð við að hanna teiknimyndir og leiki fyrir sérstakan vef sem er tileinkaður átakinu. Hefur þú kunnáttu og áhuga til að hjálpa okkur? Hafðu þá samband við Þóri Guðmundsson upplýsingafulltrúa á [email protected].