VíkAkra

10. jún. 2003

Helgina 14-15 júní, ætla Buslarar að ferðast á rafmagnshjólastólum og rafskutlum frá Akranesi til Reykjavíkur og kallast maraþonið VíkAkra (Reykja-vík  Akra-nes).  Nokkrar bifhjólakempur frá Sniglunum ætla ferðast með þeim til halds og trausts.

Opnaður hefur verið söfnunarsími 908 2003 og hægt er að hringja og leggja málefninu lið fram yfir helgi, kr. 700 verður dregið af símreikningi þess sem hringir. Markmiðið hjá Buslurunum er að safna í ferðasjóð sinn en þau stefna á utanlandsferð.

Buslarar eru hreyfihamlaðir unglingar og eru leiðbeinendur þeirra sjálfboðaliðar frá Urkí og Sjálfsbjörg. Buslarar eru í óða önn að leggja lokahönd á undirbúninginn og vonandi verður þessu frábæra framtaki þeirra vel tekið.