Barnaskemmtun á Ingólfstorgi lau. 21. júní

18. jún. 2003

Barnaskemmtun verður haldin á Ingólfstorgi á vegum Ungmennadeildar Rauða kross Íslands í Reykjavík laugardaginn 21 júní.

Það eru félagar í "Gegn ofbeldi" hópnum sem standa að skemmtuninni.

Hópurinn ætlar að vera með hoppukastala, andlitsmálningu og fleira til að skemmta yngstu kynslóðinni. Skemmtunin stendur frá kl. 13:00-17:00.

"Gegn ofbeldi" hópurinn eru sjálfboðaliðar innan Ungmennahreyfingar Rauða krossins sem stendur að ýmsum uppákomum til að vinna gegn ofbeldi í samfélaginu og  hafa þau í því skyni m.a. staðið fyrir veggspjaldasamkeppni í grunnskólum, staðið fyrir fræðslu og kynningarkvöldum, gefið út póstkort, gert stuttmynd sem sýnd var í skólum og félagsmiðstöðvum og margt fleira.
 Hópurinn stóð fyrir sams konar uppákomu í fyrra sem gekk mjög vel.