Paldiski

3. júl. 2003

Átta meðlimir í Urkí-R dvöldu nýverið í vikutíma á sumarbúðum í Eistland með öðrum hóp frá Paldiski. Ferðin fékk þó leiðinlega byrjun þegar einum úr hópnum var vísað úr landi vegna skorts á vegabréfsáritun, en landamæraeftirlitið þarna um slóðir er mjög stíft. Hópurinn hélt þó sínu striki.

Markmiðið með búðunum var að hjálpa til við að koma af stað Urkí starfi í Paldiski og að efla samskipti og tengsl á milli deildanna.

Hópurinn hélt dagbók úti sem nálgast má sem viðhengi í liðnum "Starfið erlendis" hér að ofan.