Ráðalausir menn - general prufa

2. sep. 2003

Miðvikudaginn 03.09 nk. kl. 20:00 í Tjarnarbíó verður Generalprufa á leikritið "Ráðalausir menn" eftir Siguringa Sigurjónsson. Þetta er gamanleikrit um raunir tveggja reykvískra manna í kvennamálum og fleira. 

Leikstjóri er Ingólfur Níels Árnason sem hefur meðal annars sett upp brúðkaup Fígarós fyrir íslensku óperuna og er um þessar mundir  að leikstýra Rakaranum í Sevilla í íslensku óperunni. 

Leikarar eru Jón Páll Eyjólfsson sem hefur meðal annars leikið í Syngjandi í rigningunni og leikur um þessar mundir í söngleiknum Grease. Hinn leikarinn er Sigurður Eyberg sem meðal annars var söngvarinn í hljómsveitinni Deep Jimi and the Zep Creams og hefur nú klárað leiklistarskóla í Englandi. 

Allir Rauða kross félagar sem framvísa sjálfboðaliðaskírteininu eða útprentun af þessari orðsendingu fá frítt inn."