Nordic-Baltic

5. sep. 2003

Nú er nýlokið Nordic-baltic ráðstefnunni 2003. Þetta er ráðstefna sem haldin er einu sinni á ári og fáir Urkí félagar vita um.

Því höfum við búið til link hér að ofan undir "Starfið erlendis" Þar sem upplýsingar um samstarfið og fundagerðir eru settar. 

Þetta er semsagt ráðstefna Urkí fólks á norðurlöndum og eystrasaltsríkjunum sem hittast einu sinni á ári og ráða ráðum sínum.

Í ár var ráðstefnan haldin í Osló en næsta ár er komið að dönum að taka við gestgjafahlutverkinu.

Venjan er að formaður fulltrúaráðs Urkí og starfsmaður Urkí mæti til leiks, en rætt hefur verið um að breyta fyrirkomulaginu og fjölga jafnvel þátttakendum.