Landsmót URKÍ 2003

12. sep. 2003

Landsmót URKÍ verður haldið á Varmalandi, Borgarfirði helgina 3. - 5. október n.k. Þemað verður Börn í stríði, unnið verður í fjölbreyttri hópavinnu, einnig verða kvöldvökur, farið í sund o.fl.

Þátttakendur eru á aldrinum 12-16 ára og er þátttökugjald 2.000.- fyrir utan ferðir.

Frekari upplýsingar og skráning fer fram hjá Önnu ungmennafulltrúa annai@redcross.is eða í síma 570-4000 fyrir 22. september n.k.

Dagskrá Landsmóts URKÍ 2003

Föstudagur 3. október
Kl. 19:00-21:00 Þátttakendur mæta á svæðið
Kl. 21:30-22:00 Mótið sett
Kl. 22:00  Kvöldkaffi og kynning á dagskrá helgarinnar

Laugardagur 4. október
Kl. 09:00-10:00 Morgunverður
Kl. 10:00-12:00 Fræðsla um RKÍ og undirbúningur fyrir þemavinnu o.fl.
Kl. 12:00-13:00 Hádegismatur
Kl. 13:15-16:00 Þemavinna
Kl. 16:00-19:00 Sundferð
Kl. 19:00-20:00 Kvöldmatur
Kl. 20:00-21:00 Niðurstöður kynntar úr þemavinnu
Kl. 21:00  Kvöldvaka/diskó

Sunnudagur 5. október
Kl. 10:00-11:00 Morgunverður
Kl. 11:00-13:00 Tiltekt og frágangur
Kl. 13:00  Brottför