Aðalfundur Urkí-Reykjavík

15. sep. 2003

Aðalfundur Urkí-Reykjavík verður haldinn í Sjálfboðamiðstöðinni að Hverfisgötu 105  þriðjudaginn 23. september kl. 20:00.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf

1. Val á fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
3. Breytingar á starfsreglum deildarinnar.
4. Kosning formanns til tveggja ára skv. 8. gr.
5. Kosning annarra stjórnarmanna til eins eða tveggja ára skv. 8. gr.
6. Starfs- og fjárhagsáætlanir næsta árs lagðar fram til umræðu.
7. Önnur mál.

Í stjórn Urkí-R eru 7 manns og eru fjögur sæti laus í stjórninni. Kjörgengi til stjórnar hafa allir Urkí félagar sem hafa verið virkir í félaginu í a.m.k. sex mánuði fyrir aðalfund og eru á aldrinum 18-30 ára.

Stjórn Urkí-R sér m.a. um kynningarmál deildarinnar, skipuleggur ný verkefni, ber ábyrgð á fjármálum deildarinnar ásamt ýmsu öðru.

Stjórnin fundar að jafnaði hálfsmánaðarlega.

Tilkynningar um framboð sendist á Tuma, starfsmann deildarinnar, [email protected] en einnig er hægt að bjóða sig fram á fundinum sjálfum.

Þeir sem hafa áhuga á stjórnarstörfum skulu ekki hika við að bjóða sig fram.

Á fundinum verða léttar veitingar og happdrætti