Sjálfboðaliða vantar

29. sep. 2003

Nýtt Urkí verkefni er í bígerð, það felst í að  aðstoða fötluð börn og ungmenni í Reykjadal á laugardögum um það bil fjórar klukkustundir í senn eftir hádegi.

Aðstoðin felst í að aðstoða börn sem koma í helgardvöl alls staðar að af landinu  í félags- og tómstundastarfi svo sem eins og að fara á hestbak, sund og fleira.

GLEÐI  -  ÁRANGUR  -  ÆVINTÝRI
lýsa vel þeirri starfsemi sem fram fer í Reykjadal, en þar hefur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra rekið frá árinu 1963 sumar- og helgardvalarstað fyrir fötluð börn og ungmenni.

Árlega dveljast í Reykjadal um 200 börn alls staðar að af landinu, flest þó af Reykjavíkur- og Reykjanessvæðinu.

Frá maílokum fram í miðjan ágúst er boðið upp á sumardvöl og yfir vetrarmánuðina er boðið upp á helgardvöl. Hvert barn getur dvalið í eina til þrjár vikur yfir sumartímann og tvær til fjórar helgar yfir vetrartímann.

Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og vega þar íþróttir og leikir þungt. Sundlaug er á staðnum ásamt heitum potti og njóta krakkarnir þess mjög að svamla um í heitu vatninu.    

Sjálfboðaliðar þurfa að vera 18 ára eða eldri

Allar nánari upplýsingar gefur Anna Ingadóttir í síma 570-4051 eða annai@redcross.is eða Tumi í s. 551-8800 urkir@redcross.is