Gamli góði skólinn minn !

16. okt. 2003

Rauði kross Íslands er ásamt 26 öðrum landsfélögum  að fara af stað með dreifingu á endurskinsmerkjum í grunnskólana.

Það verður 2.  bekkur sem mun fá endurskinsmerkin. Í Reykjavík eru 43 grunnskólar og því verk að vinna.

Eru einhverjir kraftmiklir sjálfboðaliðar til í tuskið og fara í eins og einn skóla?

Hvernig væri til dæmis að fara í sinn gamla og góða barnakóla og sjá tár blika á hvarmi þakklátra barna og heilsa upp á sína gömlu kennara í leiðinni. Já, römm er sú taug....

Sendið mér línu ef þið getið þetta urkir@redcross.is eða 551-8800

Þetta þarf að gerast  á næstu 2-3 vikum