Vetrarstarfið hjá Busl

23. okt. 2003

Námskeið
fyrir leiðbeinendur


Leiðbeinendanámskeið fyrir nýja og gamla leiðbeinendur í Busl verður haldið   laugardaginn 25. október frá kl. 08:30 - 15:15.

Námskeiðið verður haldið í  Rauða salnum - Hátúni 12.

Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um leiðtogahlutverkið, líkamsbeitingu, helstu gerðir fötlunar, notkun á hjúkrunartækjum og fleira.

Skráning hjá Arndísi Hrund í Sjálfsbjörg í síma 551-9233

Dagskrá BUSL - Haust 2003

15.október - Spilakvöld og Dagskrá kynnt

29.október - Íþróttadagur

4. nóvember - Bingó

26.nóvember - Kynning á Landi ? Mexíkó

18.desember - Jólakvöld

14.janúar - Diskókeila

16.-18. janúar - Naflaskoðun og skipulagsfundur f. vorið